Guðrún Bergmann - haus
11. október 2024

Plútó breytir um stefnu

11.10.24Í stjörnuspekinni telst 11. október vera sögulegur dagur, því í dag stöðvast Plútó til að snúa við á tuttugustu og níundu gráðunni í Steingeit og fara beint áfram. Framundan eru síðustu vikur Plútó í Steingeitinni – og líkur eru á að þær verði bæði kraftmiklar og umbreytingasamar.

Þegar plánetur stöðvast verður orka þeirra hvað öflugust og nú þegar Plútó stöðvast er hann á örlagagráðunni svokölluðu eða þeirri síðustu í merkinu – OG hann er í T-spennuafstöðu við Sólina og Merkúr í Vog, Tunglið í Hrút og Mars í Krabba.

Plútó í Steingeitinni mun eiga síðasta orðið og líklegt er að við eigum eftir að muna lengi eftir því, því þetta verður eftirminnilegur hápunktur hjá plánetunni á ferli sem hófst árið 2008. Þegar hún fer inn í Vatnsberann þann 19. nóvember kemur hún ekki aftur í Steingeitina í 240 ár.

PLÁNETA VALDA OG UMBREYTINGA

Plútó er pláneta valda og umbreytinga. Steingeitin snýst um kerfi og valdaskipan eða valdakerfi. Plútó í Steingeit hefur meðal annars haft áhrif á breytingar á eftirfarandi kerfum í hinu daglega lífi:

  • Völd stórfyrirtækja og ríkisstjórna: Völdin hafa safnast á hendur fárra á toppnum og stórar stofnanir og fyrirtæki hafa aukið áhrif sín.
  • Dulin valdakerfi: Þar sem Steingeitin elskar valdakerfi, hefur Plútó skapað dulin tengslanet þaðan sem áhrifum er beitt af þeim sem á toppnum sitja.
  • Miðstýring að ofan: Hið jákvæða er að miðstýringin hefur sums staðar aukið afköst og úthald hjá stórum kerfum. Hins ber þó að geta að “kerfi sem eru of stór eiga það til að klikka” og gerist það eru efasemdir um hvort einhver taki ábyrgð eða hvort siðferði sé gætt í stjórnun.

PERSÓNULEGU ÁHRIFIN FRÁ PLÚTÓ Í STEINGEIT

Plútó í Steingeit hefur kennt okkur úthald og seiglu. Þegar þú sameinar Plútó (kraftur/vald og umbreyting) við Steingeitina (metnaður, úrhald og agi), verður útkoman ótrúleg seigla. Það má helst líkja því við það ferli sem fylgir mótun demanta – þrýstingur, spenna og tími, sem að lokum móta eitthvað óbrjótanlegt.

Í ákveðnum hluta stjörnukorts þíns (fæðingarkort), þar sem Steingeitin er, hefur Plútó í transit endurmótað þann hluta lífs þíns frá grunni og upp – fyrst með því að magna upp ótta þinn eða stjórnsemi – og síðan með því að þú lærir að sleppa tökum á aðferðum sem virka ekki lengur, uns þú hefur myndað úthald og innri styrk.

Sem dæmi má nefna að ef Plútó í transit fór í gegnum sjötta húsið í kortinu þínu, byrjaði hann á því að magna upp allt ójafnvægi og ótta í kringum heilsuna, reglubundna hluti eða daglega ábyrgð. En líkt og með mótun demantsins sem varð til undir þrýstingi, hefur þú með tímanum öðlast fullan skilning á því hvað þjónar vellíðan þinni best.

Þetta ferli getur hafa verið örgandi, en að lokum leiddi það til þess að styrkja getu þína til að taka á málum undir þrýstingu og öðlast meira jafnvægi milli líkama og huga.

Sértu með plánetur eða tengingar við plánetur í Kardinála merkjunum, sem eru Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit hefurðu fundið á eigin skinni, hvernig umbreytingarferli Plútós virkar – og losað þig við hið gamla og fagnað umbreytingum, líkt og fuglinn Fönix sem rís upp úr öskunni.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú átt ekki stjörnukort með dvergplánetunum geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR