Götumynd frá Beirút, höfuðborg Líbanons. AP |
Borgarastríðinu lauk formlega með undirritun Taif samkomulagsins árið 1990 en stríðslokin má m.a. rekja til innrásar Íraka í Kúveit árið 1990 og Persaflóastríðsins sem fylgdi í kjölfar hennar. Við það veiktist staða þeirra sem voru andvígir sýrlenskum áhrifum en Michals Aoun, einn helsti leiðtogi þeirra, hafði notið stuðnings Saddam Husseins Íraksforseta. Sýrlendingar fylgdu hins vegar Bandaríkjunum að málum í Persaflóastríðinu gegn því að Bandaríkin styddu málstað þeirra í Líbanon.
Eftir að borgarastyrjöldinni lauk hófst mikið uppbyggingarstarf í Líbanon sem skilaði umtalsverðum árangri á fimmtán ára tímabili. Sýrlendingar höfðu áfram mikil völd í landinu en árið 2004 virtist sem ákveðinn stöðugleiki væri að komast á.