Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, situr undir mynd af Emile Lahoud
forseta landsins. AP |
Þá var ákveðið að kristinn maður skyldi ætíð sitja á forsetastóli en múslími fara með embætti forsætisráðherra. Síðar var ákveðið að forsætisráðherrann skyldi vera súnní-múslími og forseti þingsins skyldi vera sjíti.
Til stóð að samkomulag yrði tímabundið en það festist í sessi og var sett inn í stjórnarskrá landsins árið 1990. Samkvæmt samkomulaginu var þingsætum einnig úthlutað á grundvelli landsvæða og trúarbragða. Fram til ársins 1990 sátu sex kristnir þingmenn á þinginu fyrir hverja fimm múslíma og var það byggt á manntali frá árinu 1932. Með Taif samkomulaginu var þessum hlutföllunum hins vegar breytt og skal nú helmingur þingmanna vera kristinn og helmingur múslímar. Þá er kveðið á um það í stjórnarskránni að kristnir menn, súnnítar og sjítar eigi allir að eiga fulltrúa í ríkisstjórn landsins. Var það byggt á hlutföllum íbúa samkvæmt manntali frá árinu 1932.