Kjörtímabil forseta
Líbanska þingið kýs forseta landsins til sex ára og samkvæmt stjórnarskrá getur hver forseti einungis setið eitt kjörtímabil. Kjörtímabil forseta hefur þó tvisvar verið framlengt um þrjú ár vegna þrýstings frá Sýrlendingum. Þannig var kjörtímabil Elias Hrawi framlengt um þrjú ár árið 1995 og kjörtímabil núverandi forseta Emile Lahoud var framlengt um þrjú ár árið 2004. Það leiddi til afsagnar Rafiq Hariri, þáverandi forsætisráðherra landsins, sem var andvígur framlengingunni. Nokkrum mánuðum síðar var Hariri ráðinn af dögum.
Til baka á upphafssíðu | << Fyrri | Næsta >>