Líkleg til að enda ofarlega

Sigurvegararnir í Akureyrarriðli Skólahreysti, Síðuskóli, ætla sér stóra hluti á úrslitakvöldinu sem fram fer næstkomandi föstudag. Skólinn náði góðum og jöfnum árangri í öllum greinum sem gefur til kynna að liðið sé líklegt til að enda ofarlega í úrslitunum.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag. Að þessu sinni kynnumst við liði Síðuskóla.

Lið Síðuskóla skipa þau Ingibjörg Sól Ævarsdóttir, Melkorka Ýrr Yrsudóttir, Svavar Sigurður Sigurðsson og Hrannar Ingi Óttarsson. Af þeim hefur Svavar einn keppt áður í Skólahreysti en hann tók þátt í fyrra, þegar Síðuskóli komst í úrslit. Hann ætti því að geta miðlað af reynslu sinni.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Hrannar Ingi spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Svavar Sigurður keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Ingibjörg Sól keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Melkorka Ýrr tekur þátt í hraðaþrautinni.

Þannig fátt sé nefnt þá hefur Melkorka æft dans í sex ár, eða frá því hún var tíu ára, og frjálsar íþróttir í fjögur ár. Þessi bakgrunnur ætti að vera henni til góðs í hraðaþrautinni. Hrannar Ingi hefur aldrei stundað skipulagðar íþróttir en síðan hann kynntist Skólahreysti hefur hann lyft lóðum af miklum móð og ætti því að vera vel tilbúinn í úrslitakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg