Reynslumikið lið Fellaskóla

Þrír af fjórum liðsmönnum Fellaskóla í Skólahreysti kepptu fyrir skólann í fyrra. Þá komst skólinn reyndar ekki í úrslit en liðið er reynslunni ríkara og tókst að koma Fellaskóla í úrslit Skólahreysti í fyrsta skipti. Reyndar nokkuð örugglega eftir að hafa unnið Austurlandsriðilinn.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag. Að þessu sinni kynnumst við liði Fellaskóla.

Lið Fellaskóla skipa þau Þuríður Nótt Björgvinsdóttir, Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir, Elías Jökull Elíasson og Hjálmar Óli Jóhannsson. Sá eini sem ekki hefur keppt áður í Skólahreysti er Hjálmar Óli sem raunar væri ekki gjaldgengur í fjölmennari skóla, en hann er í 8. bekk. Keppnin er ætluð nemendum í 9. og 10. bekk en fámennir skólar fá undanþágu til að velja nemendur úr 8. bekk í liðið ef enginn er til að keppa í eldri bekkjunum.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Hjálmar Óli spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Elías Jökull keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Ásta Evlalía keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Þuríður Nótt tekur þátt í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg