Láta fámennið ekki stoppa sig

Þrátt fyrir fámenni hefur Grunnskólinn á Þingeyri ávallt sent lið í Skólahreysti. Skólanum tókst í fyrsta skipti í ár að komast í úrslit og verður á meðal þeirra tólf liða sem eigast viðí kvöld. Liðið skartar reynslumiklum keppendum sem allir hafa tekið þátt áður í Skólahreysti.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll klukkan 19.40 í kvöld. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið hafa verið kynnt á degi hverjum í vikunni, og verður áfram fram að keppni. Að þessu sinni kynnumst við liði Grunnskólans á Þingeyri.

Grunnskólinn á Þingeyri hafnaði í efsta sæti Vestfjarðariðilsins. Mögulega má þakka það reynslu keppenda skólans en öll hafa þau keppt áður í Skólahreysti. Tvö kepptu í fyrra, ein keppti 2012 og einn keppti í fyrra og 2012. Liðið er undir styrkri stjórn Gunnars Jónssonar sem bæði er íþróttakennari og skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri.

Liðið er skipað þeim Dýrleifu Örnu Ómarsdóttur, Sindra Þór Hafþórssyni, Nataliu Bronislawa Snorradóttur og Anton Lína Hreiðarssyni. 

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Anton Líni spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Sindri Þór keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Natalia Bronislawa keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Dýrleif Arna tekur þátt í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg