Búningahönnuður Kötlu kveðst hreykin

Karen Briem og Andri Unnarsson fatahönnuðir
Karen Briem og Andri Unnarsson fatahönnuðir Ljósmynd/facebook

Karen Briem búiningahönnuður kveðst ákaflega hreykin af þeirri vinnu sem hún tók þátt í við gerð sjónvarpsþáttanna Katla sem voru frumsýndir á streymisveitunni Netflix í lok síðustu viku. Karen Briem, sem er búningahönnuður þáttanna, skrifar færslu á Facebook í dag þar sem hún tekur þetta fram. Hún þakkar einnig deildinni sinni, smink-gervadeild og fleirum sem störfuðu með henni að þessu verkefni.

Sjónvarpsþættirnir í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur, Barkar Sigþórssonar og Baltasar Kormákurs hafa hlotið mikið lof hérlendis og erlendis fyrir leikmynd og búningagerð, tónlist og frábæra frammistöðu ungra og efnilegra íslenskra leikara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda