Sólveig og GDRN lesa saman spennutrylli

Sólveig Arnarsdóttir og Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN eins og …
Sólveig Arnarsdóttir og Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN eins og hún er kölluð, lesa saman bókina Hælið eftir Emil Hjörvar Petersen.

Listamennirnir Sólveig Arnarsdóttir og Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, lesa saman bókina Hælið eftir Emil Hjörvar Petersen. Það er Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari sem les bókina með þeim. Þær Sólveig og Guðrún léku saman í Netflix þáttaröðinni Kötlu en færa sig nú yfir til Storytel þar sem þær munu lesa þessa nýju bók frá Storytel Original.

Hælið er hrollvekjandi og listilega fléttuð skáldsaga sem hrífur lesandann með sér á óhugnanlegt flakk um bæði tíma og rúm, þar sem drepsóttir fortíðar og aftökur í voginum koma við sögu.

„Við leggjum mikið upp úr því að finna rétta lesara fyrir titlana okkar, hver passar í hvað hverju sinni. Það skiptir okkur öllu máli og gerir upplifun hljóðbókarinnar ennþá sterkari,“ segir Sóla Þorsteinsdóttir framleiðslustjóri Storytel á Íslandi. 

„Guðmundur las á sínum tíma Ó, Karítas, sem Emil Hjörvar gaf út með okkur fyrr á þessu ári og gerði það listavel. Nú verða fleiri raddir í nýju bókinni og verðar hlustendur ekki sviknir af frábærum lestri þeirrar Sólveigar og Guðrúnar,“ segir hún jafnframt. 

Hælið fjallar um verslunarstjórann Uglu, eiginmann hennar og unglingana tvo sem eru á heimilinu. Þau eru nýflutt inn í glæsilega íbúð í námunda við gamla Kópavogshælið og lífið gengur sinn vanagang. Fljótlega fara þó undarleg atvik að eiga sér stað sem Uglu grunar að tengist óreglusömum nágranna fjölskyldunnar, listamanninum Hrafni Vuong. 

Ástandið versnar, veruleikinn er annar en hann sýnist og þegar Ugla er á barmi taugaáfalls fær hún skilaboð frá konu sem vistuð var á Kópavogshæli áður en því var lokað: Fjölskyldan er í mikilli hættu. 

Emil Hjörvar Petersen sýnir enn á ný að hann er sannkallaður sagnameistari á sviði hins dulræna í íslenskum skáldskap, en hann er lesendum að góðu kunnur meðal annars fyrir hrollvekjuna Ó, Karítas, sem kom einnig út undir merkjum Storytel Original, og verðlaunabókina Víghóla.

Hælið kemur út 30. september á Storytel og sem prentuð bók þann 14. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál