Gústi B óskar eftir nýrri vinnu á Instagram

Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, er í …
Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, er í leit að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur undir hans umsjón var tekinn af dagskrá á FM957. Ljósmynd/Aðsend

Fyrrverandi útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B, óskar eftir nýrri vinnu á Instagram-reikningi sínum. Hann starfaði áður sem umsjónamaður útvarpsþáttarins Veislan á FM957, en þátturinn var tekinn af dagskrá í síðustu viku eftir að Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, tónlistarmaður og meðstjórnandi þáttarins, lét umdeild ummæli falla í þættinum sem vöktu mikla reiði meðal fólks. 

Rétt í þessu birti Gústi myndaröð af sér með yfirskriftinni: „Vantar nýja vinnu – hver er að ráða?“ en í færslunni má sjá myndir af Gústa í lúxus blæjubíl og á veitingastað, en hann virðist vera staddur erlendis. 

Bað Gústa afsökunar í yfirlýsingu

Patrik sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar ummælanna þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja alla af­sök­un­ar rugl­inu í mér með botn­lausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolend­ur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þess­um hætti um svo al­var­leg­an hlut. Einnig vil ég biðja Gústa vin minn af­sök­un­ar á því að hann hafi lent í vand­ræðum yfir þess­um lé­lega brand­ara mín­um sem ég á einn sök á.

Þetta var al­gjör­lega mis­heppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkom­andi væri fá­viti með því að líkja hon­um við þá sem fara með botn­laust tjald til Vest­manna­eyja. En grínið var öm­ur­legt og í ljós kom að ég var eini fá­vit­inn í þessu sam­tali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég for­dæmi allt kyn­ferðisof­beldi,“ seg­ir Pat­rik í yf­ir­lýs­ingu sem hann birti í story á In­sta­gram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál