Hlýlegt heimili Þórunnar Ívars

Þórunn og Erika dóttir hennar.
Þórunn og Erika dóttir hennar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þórunn Ívarsdóttir áhrifavaldur og Harry Sampsted fluttu ásamt dóttur sinni, Eriku, í Urriðaholt í Garðabæ í febrúar 2018. Íbúðin var ný þegar parið flutti inn og segir Þórunn fjölskyldunni líða ákaflega vel í hverfinu.

„Ég er sjálf úr Garðabæ og foreldrar mínir voru búnir að festa kaup á íbúð í götunni þegar við kolféllum fyrir hverfinu.“

Hún segir jafnframt nálægðina við náttúruna mikinn kost.

„Ég fer mikið út með Eriku í göngutúra og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Það er það skemmtilega við hverfi sem er að byggjast upp. Ég lendi mjög oft á opnu húsi í hverfinu og tek hring.“

Þórunn segir svolítið erfitt að lýsa stílnum á heimilinu, þó séu hlýja og einfaldleiki kannski helst áberandi.

Spurð að hverju sé mikilvægast að huga við innréttingu heimilisins segist hún kjósa einfaldleika.

„Núna er allt svolítið strípað af persónuleika út af litlum puttum sem fara í allt og yfirleitt er mikið meira um skraut og dúllerí. Ég er búin að þurfa að grisja vel og sendi meira að segja plöntu í fóstur í næsta hús,“ útskýrir Þórunn sem kaupir mikið inn á heimilið í Dimm, Snúrunni, Epal og IKEA.

Hún segir jafnframt nýja borðstofustóla á óskalistanum.

„Mig dreymir um wishbone-stólana, svarta með ljósri sessu. Þarf bara að byrja að safna.“ Hvað varðar eftirlætisstaði á heimilinu segist Þórunn eyða miklum tíma í hægindastólnum í stofunni. „Þegar unginn er sofnaður er ótrúlega gott að slaka vel á yfir sjónvarpinu.“

Þá segir hún fjölskylduna gjarnan verja góðviðrisdögum saman á rúmgóða sólpallinum sem þau byggðu síðasta sumar.

mbl.is/Arnþór Birkisson
Skemmtilegir smáhlutir í String-hillunni.
Skemmtilegir smáhlutir í String-hillunni. mbl.is/Arnþór Birkisson
Borðstofan er sérlega smart.
Borðstofan er sérlega smart. mbl.is/Arnþór Birkisson
Fallegur spegill í svefnherberginu.
Fallegur spegill í svefnherberginu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Horft úr stofunni í sólskálann en þaðan er útgengt út …
Horft úr stofunni í sólskálann en þaðan er útgengt út á pall. mbl.is/Arnþór Birkisson
Royal Copenhagen stendur fyrir sínu.
Royal Copenhagen stendur fyrir sínu. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Hlýlegt yfirbragð einkennir heimilisstílinn.
Hlýlegt yfirbragð einkennir heimilisstílinn. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Litinn á veggnum hannaði Þórunn sjálf í samstarfi við Slippfélagið.
Litinn á veggnum hannaði Þórunn sjálf í samstarfi við Slippfélagið. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda