Hönnunarheimili á Seltjarnarnesi

Hjónin Kári Knútsson, lýtalæknir og hluthafi í Klínikinni Ármúla, og Erla Ólafsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður og kaupkona, eru flutt til landsins eftir sjö ára dvöl í Kaupmannahöfn. Þau hafa komið sér afar vel fyrir á fallegri og bjartri hæð á Seltjarnarnesinu með óviðjafnanlegu útsýni yfir hafið.

Erla og Kári eru sammála um að náttúran, ströndin og hafið séu í eftirlæti í hverfinu enda útsýnið út um bæði eldhús- og stofuglugga einstakt. Þau eru bæði mjög hrifin af danskri hönnun og klassískum stíl. „Við erum mjög samtaka í því að vilja hafa heimilið fallegt og þægilegt,“ útskýrir Erla. Hjónin eru bæði fagurkerar og leggja mikið upp úr því að heimilið sé fallegt og notalegt. „Við höfum alltaf haft gaman af því að skoða hönnunartímarit, þá aðallega Hús og híbýli og skandinavísk og bresk tímarit sem gefa okkur innblástur varðandi heimilið. Við förum líka mikið í hönnunarverslanir og fáum hugmyndir þaðan,“ útskýrir Erla og bætir við að hjónin hafi til að mynda haft sérstaklega gaman af því að heimsækja hönnunarverslunina Illums Bolighus þegar þau bjuggu í Kaupmannahöfn enda má sjá mikið af fágaðri danskri hönnunarvöru á heimilinu.


Aðspurð hver sé eftirlætisstaður hjónanna á heimilinu nefnir Erla eldhúsið. „Það er svo bjart og opið rými. Útsýnið er óviðjafnanlegt og gaman að geta setið í eldhúsinu með gestum, spjallað og borðað góðan mat.“ Þá segir Kári stofuna fyrir framan arineldinn einnig í miklu eftirlæti. Þar eiga hjónin notalegar stundir bara tvö saman og kveikja ósjaldan upp í arninum á kvöldin og þegar gesti ber að garði. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda