Smart heimili innanhússráðgjafa

Stofan er björt og fallega innréttuð.
Stofan er björt og fallega innréttuð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Birgitta Ösp Atladóttir innanhússráðgjafi og Jóhann Líndal, endurskoðandi hjá HS Veitum, búa í fallegri íbúð í Garðabæ ásamt börnum sínum Ólíver og Jönu Líndal.

Birgitta Ösp segir stílinn á heimilinu fremur skandinavískan og einfaldan, en hún sér um innanhússráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki hjá eigin fyrirtæki, Innanhússráðgjöf ehf.

„Ég er frekar ferhyrnd þegar kemur að mínu heimili og ég held að það hafi með það að gera hvernig mamma og pabbi hugsuðu um sitt heimili þegar ég var að alast upp. Þau lögðu alltaf voðalega mikið upp úr því að hafa huggulegt. Pabbi er með smá þráhyggju; hann getur verið að raða og stilla upp hlutum alla daginn, sem ég hef klárlega tekið frá honum, og mamma alltaf með tuskuna á lofti. Svo var alltaf kveikt á fullt af kertum og andrúmsloftið kósí. Ætli það lýsi ekki smá stemningunni hérna hjá okkur líka,“ útskýrir Birgitta.

Birgitta Ösp Atladóttir innanhússráðgjafi
Birgitta Ösp Atladóttir innanhússráðgjafi mbl.is/Arnþór Birkisson

Fjölskyldan flutti í íbúðina árið 2017 eftir að hafa búið lengi erlendis.

„Íbúðin var ný þegar við fluttum inn þannig að það þurfti ekki mikið að gera en við bættum þriðja svefnherberginu við. Við settum parket á gólfið sem var valið í takt við innréttingarnar sem fyrir voru og svo völdum okkur antisol-gler í sturtuna,“ útskýrir Birgitta aðspurð hvort hjónin hafi eitthvað farið út í framkvæmdir við kaup á íbúðinni. Íbúðin er í Urriðaholti í Garðabæ sem er hverfi í mikilli uppbyggingu og segir Birgitta fjölskylduna njóta þess að búa nálægt náttúrunni.

„Heiðmörk er hérna í tveggja mínútna göngufæri og svo finnst okkur gott að taka rölt í kringum Vífilsstaðavatn, Urriðavatn og Hvaleyrarvatn. Svo er líka alltaf gaman að rölta hérna í hverfinu, það er fljótt að breytast og alltaf eitthvað nýtt að sjá og svo fallegar byggingar að spretta upp.“

mbl.is/Arnþór Birkisson


Aðspurð hvers vegna hverfið hafi orðið fyrir valinu segir Birgitta hjónin hafa heillast af hverfinu, bæði vegna nálægðarinnar við náttúruna og vegna þess að staðsetning hentaði vel.

„Það hentaði okkur líka mjög vel að geta fengið afhent strax því þetta gerðist allt frekar hratt hjá okkur að við fluttum heim frá Svíþjóð. En draumurinn er að stækka við okkur og þá festa kaup á eign sem við getum dundað okkur við að endurgera eða kaupa tilbúið undir tréverk og gera það algjörlega að okkar.“

Birgitta segir mikilvægast, þegar kemur að innréttingu heimilisins, að heimilisfólkinu líði vel.

„Eins og er erum við með tvö börn þannig að hlutirnir mega ekki vera þannig að „ekkert má“ og auðvitað tekur heimilið mið af því,“ útskýrir hún.

„Litapallettan skiptir mig líka miklu máli og að hlutirnir tali saman svo að heildarmyndin sé róleg en hafi samt ákveðinn takt. Það hefur tekið sinn tíma að finna akkúrat minn stíl en ég er mjög ánægð með hvernig heimili okkar hefur þróast.“

Hvað varðar innblástur segir Birgitta ferðalög þar ofarlega á lista.

„Ég er mikil borgarpía og veit fátt betra en dást að götutískunni, skoða búðir og kíkja svo á fallega veitingastaði og bari. Ég nota mikið Instagram og Pinterest en mér finnst líka ennþá gott að skoða tímarit þótt það sé auðveldara að komast í myndir á netinu. Mér finnst alltaf áhugavert að lesa viðtölin og sjá hvernig fólk upplifir heimili sín og finn þá oftast eitthvað sem ég get tekið til mín og lært af.“

Spurð hvar hjónin kaupi helst inn á heimilið segir Birgitta hlutina á heimilinu koma úr mörgum áttum.

„Snúran á stóran hlut í mínu hjarta og ég versla mikið þar. Einnig elska ég Tekk, Habitat og Heimahúsið hérna heima en svo finnst mér fátt skemmtilegra en að skoða búðir erlendis og kaupi mér alltaf bolla, ilmkerti og oftast eitthvað annað fyrir heimilið á ferðalögum.“ Spurð um eftirlætishlut sinn á heimilinu nefnir Birgitta tvo stóla.

„Fyrst er það Butterfly-stólinn minn og ástæðan er sú að mig hafði lengi langað í hann en við vorum alltaf á smá flakki. Svo þegar við ákváðum að flytja heim þá loksins létum við verða af því að kaupa hann og ég elska að sitja í honum með gott kaffi og njóta útsýnisins.“ Hinn stóllinn hefur þó meira tilfinningalegt gildi.

„Þegar ég varð ófrísk var ég alveg á því að ég gæti hreinlega ekki eignast barnið nema vera búin að verða mér úti um fallegan ruggustól. Leitin tók töluverðan tíma en svo fundum við hann að lokum. Stóllinn kom af heimili þar sem hann hafði þjónað sama hlutverki hjá nýrri mömmu með litla krílið sitt. Hann var frekar lúinn þegar við fengum hann en við pússuðum hann allan og settum nýjan svamp og hreindýraskinn á sessuna,“ útskýrir hún en stóllinn er hönnun eftir Niels Eilersen. Aðspurð að lokum hver sé eftirlætisstaður fjölskyldunnar á heimilinu svarar Birgitta: „Borðstofuborðið er í eftirlæti. Þar röbbum við mest saman og borðum en svo stendur sófinn líka alveg fyrir sínu.“

Vinnuaðstaða Birgittu á heimilinu.
Vinnuaðstaða Birgittu á heimilinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Hlýleg lýsing á baðherberginu.
Hlýleg lýsing á baðherberginu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Borðstofan er eftirlætisrými fjölskyldunnar. Þar njóta þau þess að borða …
Borðstofan er eftirlætisrými fjölskyldunnar. Þar njóta þau þess að borða góðan mat og rabba saman. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Svalirnar eru einstaklega huggulegar. Það kemur ákaflega skemmtilega út fyrir …
Svalirnar eru einstaklega huggulegar. Það kemur ákaflega skemmtilega út fyrir rýmið að leggja teppi á gólfið. Plöntur, púðar og luktir ljá rýminu auk þess enn notalegra yfirbragð. mbl.is/Arnþór Birkisson
Stofuborðið er úr Snúrunni.
Stofuborðið er úr Snúrunni. mbl.is/Arnþór Birkisson
Dásamlegt horn í stofunni.
Dásamlegt horn í stofunni. mbl.is/Arnþór Birkisson
Stólinn keypti Birgitta á bland.is en hangandi blómapotturinn er frá …
Stólinn keypti Birgitta á bland.is en hangandi blómapotturinn er frá Postulínu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Snagarnir í forstofunni heita Dots og eru frá hönnunarhúsinu Muuto.
Snagarnir í forstofunni heita Dots og eru frá hönnunarhúsinu Muuto. mbl.is/Arnþór Birkisson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda