Stórglæsilegt heimili í Mosfellsbæ

mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir og Kristinn Pétursson búa ásamt börnunum sínum þremur, Guðlaugi Benjamín, Ástu Maríu og Guðleif Klöru, og hundinum Ronju, í glæsilegu raðhúsi í Mosfellsbæ.

Halldóra Sif, sem er menntaður fatahönnuður, rekur eigið fylgihlutamerki, Sif Benedicta. Sif Benedicta sérhæfir sig í lúxus-leðurhandtöskum og skarti, þá helst eyrnalokkum, hálsmenum, hárspennum og silkislæðum. Þessa dagana er í mörgu að snúast hjá fjölskyldunni þar sem yngsta daman er einungis sex vikna gömul, en þau fluttu inn þegar Halldóra gekk með hana. Fjölskyldan kann einkar vel við sig í Mosfellsbænum. „Við erum bæði úr Mosó og fjölskyldur okkar beggja megin búa þar, þannig að það kom enginn annar staður til greina. Það sem heillaði okkur við húsið sem við keyptum var gott skipulag og útsýni. Við vorum líka mjög spennt fyrir því að hanna og gera allt sjálf.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldóra segist vera mjög hrifin af formum og litum frá art deco-tímabilinu. „Ég vil ekki hafa of mikið dót í kringum mig, þannig að hver og einn hlutur fær sitt pláss og sinn tilgang og nýtur sín.“ Spurð hvernig hún myndi lýsa stílnum á heimilinu segir hún hann mínímalískan en á sama tíma litríkan. „Ákveðin blanda af ítölskum og skandinavískum stíl. Svo er ég mjög hrifin af belgíska innanhússhönnuðinum Frederic Kielemoes.“ Fjölskyldan flutti inn í byrjun mars á þessu ári, en þau keyptu húsið á byggingarstigi 5. „Við máluðum og innréttuðum allt húsið sjálf en fengum sérfræðinga með okkur í lið, eins og pípara, flísara, rafvirkja og stálsmið. Ég fékk að hanna allt og maðurinn minn er mjög handlaginn og pabbar okkar beggja hjálpuðu okkur mjög mikið. Það er mikilvægt að eiga handlagna menn.“

mbl.is/Kristinn Magnússon


Halldóra segir að við innréttingu heimilis sé mikilvægt að fá innblástur áður en hafist er handa. Skoða og rannsaka hvað er hægt að gera úr hverju og einu rými þannig að rýmið þjóni tilgangi sínum en sé líka fallegt. „Mikilvægt er að gera grunninn góðan svo hægt sé að byggja ofan á hann. Fá prufur og máta hvaða efni passa vel saman. Finna út hvar er hægt að spara og hvar vill maður eyða. Hvað þarf að endast lengi og maður vill ekki að sjái á því. Sumt verður fallegt með tímanum, t.d. eins og flotaða gólfið, það má alveg rispast og gefur bara sjarma finnst mér. Allir mega labba inn á hælum.“

Þá segist hún jafnframt vera lítið fyrir bráðabirgðalausnir. „Ég vil heldur gera hlutina vel og eins og þeir eiga að líta út og bíð þá frekar þangað til maður á efni á því.“ Spurð hvar hún versli helst inn á heimilið segir Halldóra Snúruna og Módern vera eftirlætis verslanir sínar hérlendis. „En mér finnst líka mjög gaman að finna hluti á mörkuðum eins og Góða hirðinum og Rauðakrossbúðum. Einnig finnst mér gaman að fara í innanhússbúðir þegar ég er að ferðast.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjónin eru sammála um að borðstofan/ eldhúsið þar sem kaffið er drukkið á morgnana sé eftirlætisstaður þeirra á heimilinu en að griðastaður fjölskyldunnar sé við borðstofuborðið. „Þar sitjum við öll saman og borðum bæði morgunmat og kvöldmat og ræðum hvernig dagurinn var hjá okkur. Einnig spilum við og teiknum mikið saman.“ Spurð að lokum hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á heimilið segir Halldóra að sig langi í barstóla. „Ég er mjög hrifin af Norman Copenhagen-barstólum. Þeir eru með fallegt, einfalt form og eru þægilegir. Þá er hægt að fá í alls konar litum en ég held að ég taki svarta með látúnsfótum.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda