Svona er matseðill Guðrúnar Bjargar

Guðrún Björg Pálsdóttir.
Guðrún Björg Pálsdóttir. Eggert Jóhannesson

Stjörnuþjálfaða skvísan, Guðrún Björg Pálsdóttir, er spurð mikið að því hvort hún sé á sérfæði. Hún segir svo ekki vera.

„Margir hafa verið að spyrja mig að því hvað það er sem ég borða. Ertu á sérfæði? Borðar þú ekki kolvetni? Sleppir þú öllu hveiti, sykri, geri og mjólkurvörum? Ég veit að þú hreyfir þig mikið og sveltir þig ekki en hvað borðar þú?

Svar mitt við þessu er að ég borða nánast allt. Það eina sem ég hef alveg sleppt að borða og sakna ekki í þessar sjö vikur er nammi, snakk og feitar rjómasósur. Ég hugsa mikið um hollustu og reyni að borða mikið af hollum mat og það sem er ekki mjög hollt borða ég í lágmarki. Dæmi: Ég borðaði alltaf hvít hrísgrjón núna borða ég eingöngu brún hrísgrjón eða híðishrísgrjón, heilhveiti spaghettí, spínatplötur í lasagnað, eingöngu gróft brauð þá er sólkjarnabrauð í miklu uppáhaldi hjá mér, ef ég fæ mér ost ofan á brauð þá er hann aldrei feitari en 17% ef ég fæ mér sultu þá er hún sykurlaus. Ef ég fæ mér hamborgara geri ég hann sjálf úr 100% fitulitlu nautahakki, nota eina t.d. sólkjarnabrauðsneið með kotasælu, helling af grænmeti og svo hammarann þar ofan á ummmm og stundum spæli ég mér eitt egg ef ég vil fá mér delux hammara svona til að gera vel við mig á sunnudegi!! Á meðan ég er að losna við aukakílóin borða ég 1.500 hitaeiningar á dag. Ég borða fimm sinnum á dag og þetta snýst að sjálfsögðu um hinn gullna meðalveg og ég passa upp á skammtastærðir. Svona geri ég þetta og tel ég þetta bara vera skynsamlega lífsstílsbreytingu sem endist,“ segir Guðrún Björg á bloggi sínu. 

Svona var dagurinn hjá mér í gær:

kl. 7:00 Grænn drykkur

kl. 9:00 Hafragrautur með léttmjólk, rúsínum og lýsi

kl. 12:00 Fiskur í ofni með smá sósu og helling af blönduðu grænmeti

kl: 15:00 Banani

kl. 19:00 Borðaði kúffullan disk af dásamlegum kjúklingarétti á Krúsku með hellingi af grænmeti, chia-fræum og ég veit ekki hverju.

í dag:

kl. 7:00 Létt ab-mjólk með bláberjum og hveitiklíði

kl. 10:00 voru veitingar í boði í vinnunni og valdi ég mér það holla eins og melónu, peru, gulrætur og chia-skúffuköku sem var rosagóð og er uppskriftin inni á Smartlandi Mörtu Maríu undir næring og heilsa.

kl. 12:00 Ein tortilla-pönnukaka með taco-sósu, hellingur af grænmeti og nautahakki.

kl. 15:00 Ein ferna af Hleðslu og ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að fá mér í kvöldmat.

HÉR er hægt að lesa blogg Guðrúnar Bjargar.

Guðrún Björg Pálsdóttir.
Guðrún Björg Pálsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál