Fituprósentan lækkar um 7%

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. Eggert Jóhannesson

Dagmar Ásmundsdóttir hefur náð af sér 10 kílóum í Stjörnuþjálfun. Hún er himinlifandi með árangurinn. Dagmar ræðir um lífstílsbreytinguna á bloggi sínu.

„Viktin stóð í stað enda er ég enn hoppandi glöð með mín -10 kíló, 14 cm farmir af mittinu, 9 cm af mjöðmunum og 3,5 cm af lærunum og 3 cm af upphandlegg. Rúsínan í pylsuendanum er að fituprósentan hefur lækkað um 7%, hversu geðveikt er það,“ segir hún á bloggi sínu. 

Dagmar er mikið spurð að því hvað hún borði daglega. Hún ákvað því að deila því með lesendum.

Morgunmatur: Ég byrja daginn á vítamínunum og hjálpahellunum sem eru Spirulina, C vítamín, D vítamín, Astazan og ómissandi CC flax og allt þetta er frá Lifestream svo er það

Hafragrautur með hveitikími/ múslí með undarennu (bara passa sig að borða ekki of mikið)/ haframöl ósoðið með undarennu (finnst stundum ekki gott að borða heitt á morgnana)

Millimál: 15 möndlur/ hrökkbrauð með 11% osti/ lítil tortilla með smá spínati gúrku og tómat

Hádegi: 50gr kjúklingur í tortillu með helling af grænmeti með og tómatsafi / Laxabiti með bankabyggi og salati/ bollasúpa (úr hollustubúðunum) og fitness brauðsneið með osti.

Millimál: sama og fyrir ofan

Kvöldmatur: Grilluð kjúklingabringa um 100gr með sætri kartöflu og sallati/ mexico súpa 1 og hálfur bolli/ kjúklingasalat og endilega go wild með innihaldið mæli með að fara á Krúsku og smakka Súper salatið þar maður verður húkkt á þessum stað og fær fullt af góðum hugmyndum. 

„Svo er alveg rosa gott ef maður vill grennast að sleppa nammidögunum/helgunum, það er rosa svekkjandi að vera duglegur alla vikuna og og sleppa sér svo alveg um helgar og eiginlega byrja uppá nýtt á mánudegi,“ segir hún á bloggi sínu.

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál