Undrandi á vigtinni og málbandinu

Guðrún Björg Pálsdóttir.
Guðrún Björg Pálsdóttir. Eggert Jóhannesson

Stjörnuþjálfaði kroppurinn, Guðrún Björg Pálsdóttir, er undrandi á árangrinum sem hún er búin að ná í lífstílsbreytingunni. Hún talar um árangurinn á bloggi sínu.

„Í upphafi átaks setti ég mér markmið fyrir þessar 12 vikur og svei mér þá ef ég er ekki búin að ná FLESTUM og samt rúmar 2 vikur eftir af átakinu frábæra. Árangurinn lætur ekki á sér standa og horfi ég á tölurnar á blaðinu aftur og aftur alveg UNDRANDI en vigtin, málbandið og fituprósentan segir satt er það ekki? Jú örugglega,“ segir Guðrún Björg á bloggi sínu. 

Guðrún Björg setti sér það markmið að vera í sínu besta formi þegar hún yrði 43 ára.

„Það eru 26 dagar í það og er ég spennt að vita hvort það takist en ég var/er ekki að tala um KÍLÓIN því ég á nú alveg nokkur auka eftir heldur FORM. Því auðvitað hef ég verið ung og LÉTT en ekki í formi. Þetta eru stór orð og stór markmið en miðað við árangur minn í GETU, STYRKLEIKA og ÞOLI á þessum tæpum 10 vikum þá hef ég trú á mér.“

HÉR er hægt að lesa blogg Guðrúnar Bjargar.

Guðrún Björg Pálsdóttir.
Guðrún Björg Pálsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál