Eiginkonur og unnustur landsliðsmanna íslenska landsliðsins þær Kristbjörg Jónasdóttir, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, Jóna Vestfjörð, Sigurbjörg Hjörleifsdóttir og Ása María Reginsdóttir eru duglegar að æfa. Í morgun skelltu þær sér saman í ræktina í morgun en þær eru staddar í Moskvu í Rússlandi. Það kom í hlut Kristbjargar, eiginkonu Arons Einars Gunnarssonar, að þjálfa hópinn. Kristbjörg er einkaþjálfari og hefur notið mikillar velgengni á fitness-sviðinu. Smartland fékk að skyggnast á bak við tjöldin.
„Við erum búnar að vera að fara saman einhverjar af okkur á æfingu a morgnana, aðeins að hreyfa okkur og koma okkur af stað í daginn. Èg er svo heppin að hafa fengið að pína þær áfram og hef haft heldur betur gaman af því,“ segir Kristbjörg.
Stelpurnar eru grjótharðar og gefa ekkert eftir.
„Þær eru hörkuduglegar og alveg tilbúnar í eitthvað „challenge“ sem gerir það ennþá skemmtilegra. Èg hef sagt það áður að þó svo að èg sè byrjuð með Stronger online prógrammið mitt þá sakna ég þess oft að vera ekki með þeim sem ég er að þjálfa,“ segir hún.
Á æfingunni í morgun lagði Kristbjörg áherslu á rassa-æfingar en annars hafa þær gert sitt lítið af hverju.
„Við erum ennþá í Moskvu en við förum yfir til Volgograd a fimmtudaginn. Moskva er ótrúlega falleg borg og er búin að koma flestum hèrna á óvart. Eina sem er hægt að kvarta yfir er að það tala alls ekki margir ensku og þá getur verið erfitt að bjarga sér hvort sem það er a matsölustað eða að taka leigubil. En það reddast nú yfirleitt. Ferðin byrjar allavega ótrúlega vel og ekki hægt að kvarta,“ segir Kristbjörg.