Stenst þú hnébeygjuáskorun Sunnevu Einars?

Hefur þú prófað hnébeygjuáskorunina?
Hefur þú prófað hnébeygjuáskorunina? Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir er dugleg að taka heimaæfingar um þessar mundir, enda allar líkamsræktarstöðvar lokaðar. Sunneva tekur oft hnébeygjuáskorun í lok æfingar til að klára æfinguna með stæl. 

Áskorunin er þannig að þú velur lag sem er á bilinu 3 til 4 mínútur og gerir síðan hnébeygjur á meðan lagið er spilað. Þú getur svo gert áskorunina erfiðari með því að halda á lóði eða einhverjum þungum hlut. Til þess að gera hana svo enn erfiðari geturðu sett teygju rétt fyrir ofan hnén.

Sunneva er dugleg að deila æfingum með fylgjendum sínum og oft þarf engan búnað til að taka æfingarnar sem hún setur upp. 

Sunneva tekur áskorunina með teygju og ketilbjöllu.
Sunneva tekur áskorunina með teygju og ketilbjöllu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda