Kærastan með minni kynhvöt á veirutímum

Kærastan hefur haft minni áuga á kynlífi síðustu vikur.
Kærastan hefur haft minni áuga á kynlífi síðustu vikur. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ungur maður með mikla kynhvöt leitar á náðir ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly. Honum finnst áhugi kærustunnar á kynlífi hafa minnkað á síðustu tímum. Parið er saman í einangrun og langar hann að stunda meira kynlíf en veltir fyrir sér af hverju kærastan er ekki jafn oft til í tuskið og hann.

„Við kærastan mín stundum frábært kynlíf. Frá fyrsta degi sambandsins hefur hún tekið áhuga mínum á BDSM fagnandi. Hún leyfir mér að binda sig, við stóla, rúmið og sófann. Á síðustu mánuðum hef ég tekið eftir minnkandi áhuga hennar. Ég með mikla kynhvöt, ég hugsa um hana kynferðislega reglulega og langar að prófa nýja hluti. Ég hef áhyggjur af því að hún sé ekki með jafn mikla kynhvöt og ég. Við vinnum bæði heima vegna kórónuveirunnar, og mér finnst það frábært. Eins og ég sé það höfum við endalausan tíman til að stunda kynlíf, en hún virðist ekki hafa áhuga á því. Við stundum alveg kynlíf reglulega, en ég er svo hræddur um að það sé himinn og haf á milli okkar hvað kynhvötina varðar.“

Pamela Stephenson Connolly segir honum að hafa ekki áhyggjur og bendir honum á að það sé margt í gangi í heiminum sem getur haft áhrif á kynhvöt fólks.

„Ekki meta kynlífið ykkar út frá því hvernig þú ert að upplifa það núna á þessum erfiðu tímum. Það er margt í gangi sem getur haft tímabundin áhrif á kynhvöt fólks, og það veldur til dæmis minni kynhvöt eða alls engri kynhvöt. Hræðslan og allt það skelfilega sem fólk er að takast á við, til dæmis minna frelsi, minna félagslíf, minna öryggi, minna friðhelgi einkalífsins, starfsmissir og jafnvel ástvinamissir leiðir allt til kvíða, þunglyndis og fleiri andlegra kvilla. Þessir andlegu kvilla geta svo haft áhrif á kynhvötina. Þar að auki hefur heimavinnan haft mismunandi áhrif á þig og kærustuna þína, þú sér það sem tækifæri til að stunda meira kynlíf en hún sér það sem truflun frá vinnunni. Ekki taka því persónulega og ekki springa. Taktu eftir þessu og gefðu þér meiri tíma til að hlusta betur á þarfir hennar, vertu þolinmóður og reyndu að skilja hana betur. Vinnið saman í því sem par að því aðlagast betur nýjum aðstæðum. Það gæti þýtt að ræða við hana á góðlátlegum nótum um hvenær henni líður best með að stunda kynlíf.“

Það er ýmislegt í gangi í heiminum sem getur haft …
Það er ýmislegt í gangi í heiminum sem getur haft neikvæð áhrif á kynhvötina um þessar mundir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál