Ekki vera pirruð og súr pitta í sumar

Guðrún Kristjánsdóttir, einn af eigendum Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir, einn af eigendum Systrasamlagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sumarið er tími gleðskapar, braðgmikils matar og grillveisla en einnig tími sjóðheitra pitta samkvæmt indversku ayurveda-fræðunum. Til að gera langa sögu stutta stendur pitta fyrir frumefnin eld og vatn sem býr í okkur öllum en er þó ríkjandi hjá þeim sem skora hæst sem pitta líkams/hugargerðir (taktu prófið). Það er alltaf gott að að hlúa að pittunni í okkur öllum en umfram allt ættu þeir að gera það sem koma sterkir út úr pitta-prófinu. Því eins magnað element og eldurinn er getur pittan líka brunnið yfir og orðið ótrúlega súr og pirruð en vatnið getur líka slökkt eldinn,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, einn af eigendum Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli: 

Alveg eins og mannfólkið skiptast árstíðirnar hver í sína doshu sem eru; kapha, vata og pitta. Þær byggja á frumefnunum fimm; eter, lofti, eldi, vatni og jörð. Þegar allt er í jafnvægi innan hverrar manneskju erum við í mjög jákvæðu (sattvísku) ástandi. En fræðin kenna líka hvernig auðveldlega megi rétta úr þegar ójafnvægi skapast sem er að gera öndvert við það sem við erum í grunninn. Skoðum pittuna betur:

Pitta er dosha hreyfingar og umbreytinga

Pittan er ríkjandi á sumrin, raunar frá júlí fram í septermber (á norðlægum slóðum). Þar sem pittan stjórnast af eldi og vatni er í hún í sínu besta formi með góða meltingu, kýrskýr og iðandi af framkvæmdaorku. Ef meltingin er hins vegar ekki góð og orkan ekki upp á sitt besta kann pittan að verða pirruð, súr og hitinn jafnvel óþolandi.

Þegar pittan er í jafnvægi þá er hún:

  • Ástrík

  • Framkvæmdasöm

  • Með heilbrigða meltingu (á líka auðvelt með flókin prótein eins og mjólk og glúten)

  • Með gott blóðstreymi

  • Ákveðin

  • Tilbúin í jákvæðar breytingar.

Merki um pittu í ójafnvægi:

  • Bólur og útbrot

  • Fullkomnunarárátta

  • Gagnrýnin á aðra

  • Reið

  • Kaldhæðin

  • Meltingatruflanir/bakflæði

  • Öfgakennd

  • Við upplifum þó öll mismunandi útgáfur af pitta í ójafnvægi, kannski allt þetta hér að ofan eða bara eitt. Fyrst og fremst þurfa þeir sem eru sterkar pittur í sér að gæta sín. Þær eru í mestu hættunni á að fara úr jafnvægi á þessum tíma árs.

Borðið meiri pittaróandi og kælandi mat

Það er margt gott og einfalt sem hægt er að gera til að ná jafnvægi. Það er fegurðin við ayurveda. Og haldið ykkur nú fast því sætur og sá sem kallast er samandragandi matur í daglegri fæðu kemur jafnvægi á pitta.

Sætt: Ok, það er í lagi að borða sætu með betri sykri í. Eins og hunang, mable, kókosykur, döðlur og allt það en kannski óþarfi að láta það taka yfir líf sitt. 

Heilsusamlega fæðan sem róa eldinn og kælir vatnið er t.d.

  • Korn (þar með talið hafrar, bygg og hrísgrjón)

  • Ferskir heilir ávextir (melónur, kirsuber, fíkjur appelsínur, perur, plómur og ber),

  • Eldað rótargrænmeti (sætar kartöflur, gulrætur, rófur)

  • Kókoshnetuafurðir (þar með talið kókoskjöt, kókosmjólk kókosvatn)

  • Avókadó

  • Mjólkurvörur (feit mjólk, rjómi)

  • Fennel (bæði fræin og grænmetið)

Beiskt: Beiskur matur er léttur, hefur róandi áhrif á líkamann og jafnvægistillir hitann í pitta líkams/hugargerðinni. Til að njóta góðs af beiskum mat bættu þessu inn:

  • Laufríku grænmeti

  • Tei, hvort sem er svörtu, með blöndu af túnfífli (dandelion) eða myntu. Ekki hafa það sjóðheitt.

  • Beiskir ávextir (þroskað greip, sítrónur og græn epli)

  • Grænt grænmeti (aspas, grænar baunir agúrkur, kúrbítur)

  • Ferskar jurtir (sérstaklega kóríander) 

Samandragandi: Samandragandi fæðu getur verið kúnst að finna, en þú getur merkt hana á því ef hún er þurr á tungunni. Þessi matur er kælandi og um leið léttir á líkama og anda.
Skimaðu eftir.

  • Baunum

  • Linsum

  • Ávöxtum (eplum, banönum, granaeplum og mjög safaríkum ávöxtum)

  • Hráu grænmeti eins og spergilkáli og sellríi)

  • Steinselju, túrmerki

Ljósmynd/Unsplash

Fita og olíur: Þetta meikar allt sens líkt og þegar eldurinn logar glatt getur pittan orðið mjög þurr. Hún þarf líka að gæta þess að smyrja sig að innan með feitri fæðu, í hófi þó. Bestu heilsusamlegu olíurnar á sumrin eru:

  • Avókadó

  • Kókosolía

  • Ghee

  • Sólblómaolía

  • Olívuolía

Borðaðu minna af hitagefandi fæðu:

Á meðan við þurfum flest að kæla okkur í sumar ættum við að forðast eða minnka til muna fæðu sem er mjög sölt, súr og sterk. Borðaðu/drekktu eftirfarandi í hófi:

  • Áfengi (sérstaklega rautt)

  • Pikklaða fæðu

  • Soja-sósu

  • Hvítlauk

  • Cayenne-pipar

  • Alla heita piparávexti

  • Heitar sósur

  • Súkkulaði

  • Næturskuggagrænmeti (laukur, tómatar)

  • Súrar mjólkurvörur (sýrður rjómi) 

Fennel gæti verðið besti vinur þinn í sumar

Fennel er undursamlegt grænmæti sem örvar heilbrigða meltingu á sama tíma og það kælir og eykur upptöku næringarefna. Eitt það dásamlega við fennel er að það er hrikalega gott ef þú sneiðir niður og sáldrar á það smá salti (í hófi) og olífuolíu og hefur það sem snakk eða salat með mat.

Og svo er það fennel-teið:

Prófaðu þetta einfalda fennel-te, sem er raunar gott eftir hverja máltíð.

1 til 2 tsk. mulin fennel-fræ

1 bolli sjóðheitt vatn

Undirbúningur:

Settu mulin fennelfræ í sjóðheitt vatnið og láttu standa í 10 mínútur. Síaðu fræin frá og drekktu þegar það er orðið volgt. Raunar er frábært að gera stærri skammta og eiga á flösku inn í ísskáp. Fennel-te er mjög svalandi sumardrykkur og sumir bæta líka við kóríander og kúmín fræjum, sem gerir teið enn þá áhugaverðara.

Vertu kúl í sumar

Sumarið er tíminn til að fagna og njóta sólar. Því er um að gera að passa upp á pittuna svo allt fari ekki úr skorðum. Það er svo mikil og falleg orka í pittunni sem við gætum öll notið ef við erum þó ekki nema sé smávegis meðvituð. Við verðum kærleiksríkari, orkumeiri og skemmtilegri. Það sem kallast sattvískt kúl.

Sjá nokkrar áhugaverðar greinar um ayurved

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda