Biblíumaturinn sem fólk ætti að borða um páskana

Guðrún Kristjánsdóttir skrifar um óunninn biblíumat.
Guðrún Kristjánsdóttir skrifar um óunninn biblíumat. Samsett mynd

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins skrifar um biblíumat í sínum nýjasta pistli á Smartlandi. 

Páskahátíðin er framundan sem að margra mati er notalegasta hátíð ársins. Minni streita, meira frí og margir nota tækifærið og bæta dögum við fríið. Páskarnir eru ekki síður nýttir til að gera vel við sig í mat og drykk. Það leiðir hugann að öllum þeim mat sem kemur við sögu í biblíunni en eins og önnur fæða sem neytt var til forna er biblíumatur eins mikil andstaða við skyndibita og hægt er að hugsa sér. Allt hráefni er ferskt og óunnið. Engin gjörunnin matvæli voru í boði. Eingöngu alvöru matur, hollur, einfaldur og oft mjög bragðgóður. Svo virðist sem biblíufæði hafi verið saðsamt, næringar- og orkuríkt og staðið vel með fólki. Líkt og fæðan úr hinum fornu ayurvedafræðum hefur verið undir smásjá nútímans undanfarið hefur maturinn sem kenndur er við biblíuna enn og aftur verið dreginn fram í dagsljósið. Fljótt á litið rímar biblíumaturinn líkt og fæða jóganna fullkomlega við óunnið heilsufæði nútímans.

Byrjum á ólífuolíunni...

Gyðingar voru mestu ólífuolíu kaupmenn biblíutímans. Til forna var ólífuolía notuð til lækninga, í lampa, fyrir sápur, snyrtivörur en líka sem gjaldeyrir. Ólífuolían var að auki notuð til að smyrja konunga og presta. Um það vitnar m.a. hebreska orðið yfir Messías (Moshiach) sem þýðir smurður. Á sama hátt eru margar olíur hátt skrifaðar í indversku lífvísindunum (ayurvedfræðinum). Í Sanskrít kemur fyrir orðið snea sem hefur tvíþætta merkingu sem er annars vegar olía og hins vegar ást.
Nú þegar miklar nútíma rannsóknir hafa verði gerðar á ólífuolíunni er ljóst að fornu fræðin standast og það sama á við um margar aðrar óunnar olíur sem þó hafa mismunandi mátt fyrir mannslíkamann. Allavega benda rannsóknir til að neysla á ólífuolíu stuðli að góðri heilsu fyrir hjarta, heila, húð og liðheilsu og vinni líka gegn sykursýki og haldi blóðsykri í jafnvægi. Það er ennþá ástæða til að hafa ást á góðum olíum.

Granateplin

Þessi bragðgóðu sem er stundum erfitt að meðhöndla hafa náð miklum vinsældum undanfarin ár. Líklega megum þakka eðal kokkum eins og Yotam Ottolenghi að miklu leyti heiðurinn. Margar rannsóknir styðja frábæra kosti granatepla sem eru bólgueyðandi og búa yfir gnótt andoxunrefna. Vísindin segja að góðu áhrifin stafi af magni ellagínsýru, flavóníóða, jurtanæringar og trefja. Þau veiti okkur vörn og séu góð við þarmabólgu, offitu, veiti insúlínviðnám og vinni jafnvel gegn krabbameinum.

Gerjuð vínber

Kysstu mig kossi vara þinna, atlot þín eru ljúfari en vín. (Ljóðaljóð 1:2)

Það er vart hægt að gera lista yfir helstu matvæli biblíunnar án þess að nefna vínber. Nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir fullyrða að hófleg áfengisneysla, einkum rauðvínsdrykkja (en þó umfram allt neysla á dökkum berjum), geti dregið úr hættu á hjartavandamálum af völdum æðakölkunar. Þegar þrúgusafi er gerjaður myndast náttúruleg andoxunarefni og flavoníðar, t.d. resveratrol. Þar af leiðandi hafa vísindamenn lagt mikla áherslu á að meta heilsufarslegan ávinning af resveratroli á undanförnum árum, sem hefur verið tengt við varnir gegn langvinnum sjúkdómum og meðferð við sykursýki og offitu. En það þarf svosem ekki gerjuð vínber til að neyta góðs resveratols. Gott resveratol er í aðalbláberjum og kakóplöntunni, svo fátt eitt sé nefnt.

Hörinn

Hörinn er ein af mikilvægustu plöntutrefjum biblíunnar. Hör hefur verið uppspretta líns eins lengi og elstu konur muna. Þó að hörnum hafi að miklu leyti verið skipt út fyrir bómull (og annað) er hör enn ein mikilvægasta trefjaplantan og var sannarlega undirstaða helstu klæða og matvæla biblíunnar. Hörplantan á sér einnig ríka sögu sem náttúrulyf og nær sú saga allt aftur til Babýlonar 300 f. kr. Hörfræin eru ennþá mærð í nútíma lækningum. Það er vegna náttúrulegar uppsprettu omega 3, lignans og trefja. Að auki hafa rannsóknir metið hörfræ fyrir getuna til að hjálpað þeim sem eru að kljást við lungna- og hjartasjúkdóma og ekki síst meltingarvandmál.

Daiga Ellaby/Unsplash

Spírað kornbrauð

Taktu hveiti, bygg, baunir, linsubaunir, hirsi og speldi, láttu það all í eina skál og gerðu þér brauð úr því. (Esekíel 4:9).

Í Esekíelsbók segir frá að Guð hafi gefið spámanninum Esekíel uppskrift að því sem hefur reynst hið fullkomna brauð, þar eð nútímavísindin hafa nýlega sýnt okkur að það býr til „fullkomið prótein“ sem inniheldur allar nauðsynlegar amínósýrur. Aðalástæðan fyrir því að Esekíelar brauð er hollara en önnur brauð er sú að ef korn og belgjurtir eru lagaðar í bleyti og þær spíraðar, sem gerir það auðveldara að melta þau - og þar af leiðandi er það eina brauðið sem er á þessum lista yfir helstu matvæli biblíunnar

Hér er átt við að uppskera „spíraða kornsins“ eigi sér stað rétt eftir að fræið byrjar að spíra. Áður en það hefur þróast í fullvaxna plöntu. Í þessu mikilvæga vaxtarástandi meltir ungi sprotinn hluta af sterkjunni til að ýta undir vöxt hennar. Vegna þess að sterkja kornsins hefur verið nýtt, eykst magn mikilvægra næringarefna - þar á meðal próteina, vítamína og steinefna. Að auki hafa rannsóknir bent til þess að járn og sink frásogist mun auðveldara eftir spírun. Mörgum er misjafnlega lagið að búa til þetta brauð því vinnsluferlið er langt og ekki er auðvelt að nálgast kornið og baunirnar á þessu þroskastigi. En þar sem vel hefur tekist til er fólk stórhrifið. Hér er ein aðferð sem má kannski prófa. Uppskrift.

Hrá geitamjólk

Sé heyið hirt og háin tekin að spretta
og hafi jurtum fjallanna verið safnað
átt þú lömb þér til klæðnaðar,
geithafra til þess að kaupa fyrir akur
og nóga geitamjólk þér til fæðslu,
heimili þínu til matar og til viðurværis þernum þínum.
(Orðskviðirnir 27:26-27)

Óunninn mjólk eins og hún kemur beint geitinni (og kúnni) geymir gnótt af vítamínum og steinefnum sem stuðla að heilbrigðum beinum og tönnum. Slík mjólk er hlaðin kalsíum, K2 vítamíni, magnesíumi, fosfór og fituleysanlegum vítamínum. Að sjálfsögðu hefur verið framkvæmd samanburðarrannsókn á næringu kúamjólkur og geitamjólkur og um margt segir að geitamjólk gæti verið enn gagnlegri. Ólíkt kúamjólk, hafa t.d. vísindamenn frá háskólanum í Granada séð gögn um geitamjólk sem benda til þess að hún gæti komið í veg fyrir sjúkdóma eins og blóðleysi og beinþynningu. Að auki hefur geitamjólk eiginleika sem hjálpa til við meltingu og efnaskiptanýtingu steinefna eins og járns, kalsíums, fosfórs og magnesíums.

Lamb

Þannig skuluð þið neyta þess:
Þið skuluð vera gyrtir um lendar,
með skó á fótum og stafi í höndum.
Þið skuluð eta það í flýti.
(2. Mósebók 12:11)

Vegna mikilvægis páskalambsins og að leggja það hlutverk að jöfnu við Krist, eru lömb virtasta dýr sögunnar og mikilvægasti maturinn í biblíunni. Lambakjötið sem hér er átt við er kjöt af innan við ársgömlu. Það hefur minna fituinnihald og ríkt af próteini, B12 vítamíni, B6 vítamíni,níasíni, sinki og öðrum mikilvægum næringarefnum, það er án efa hollasta rauða kjötið á jörðinni, vilja margir meina, þ.e. ef það er grasfóðrað.

Getty Images/Unsplash

Beiskar jurtir (kóríander og steinselja)

Þeir skulu neyta kjötsins sömu nótt,
þeir eiga að eta það steikt við eld
með ósýrðu brauði og beiskum jurtum
(2. Mósebók 12:8)

Fræðimenn eru ekki algjörlega sammála um hvaða plöntur höfundar biblíunnar voru að vísa til þegar þeir skrifuðu um „beiskar jurtir,“ en kóríander og steinselja eru almennt á listanum.
Kóríander er fræ af “kraftmikla andoxunarefninu og náttúrulega hreinsiefninu kóríander”. Jafnvel hefðbundin læknisfræði hefur merkt kóríander sem plöntu gegn sykursýki og vísindarannsóknir staðfesta gagnleg áhrif þess á blóðsykur. Kóríander virðist einnig gagnast gegn háum blóðþrýstingi, það hreinsar þungmálma úr líkamanum ásamt því að hafa önnur góð heilsufarsáhrif.

Raunar hefur kóríander verið notað sem meltingarelexír og græðandi krydd í þúsundir ára, með vísbendingar um notkun þess allt að 5000 f.Kr. Þess er getið í Sanskrít textum, fornegypskum ritum, Gamla testamentinu og ritum gríska læknisins Hippókratesar. Rómverski herinn flutti kóríander til Evrópu, þar sem það var notað til að varðveita kjöt, og Kínverjar töldu það vinna gegn matareitrun. Það er mikið til í því.
Steinselja er önnur heilsueflandi jurt og rík uppspretta nokkurra mikilvægra vítamína, þar á meðal A-vítamín, C-vítamín og kalíum. Steinselja og ilmkjarnaolía hafa verið notuð sem náttúruleg afeitrun, þvagræsilyf og sótthreinsandi og bólgueyðandi efni um aldir í ýmis konar alþýðulækningum.

Grænmeti

Reyndu okkur nú, þjóna þína, í tíu daga.
Gefðu okkur grænmeti til matar og vatn að drekka.
(Daníel 1;12)

Í stað þess að borða lostæti Babýloníumanna báðu Daníel og vinir hans um að lifa á grænmetisfæði. Þegar kominn var tími til að koma þeim fyrir konung urðu Nebúkadnesar og allir leiðtogarnir undrandi þegar þeir sáu að hinir fjórir ungu vinir voru hæfari og litu betur út aðrir ungir menn sem borðuðu babýlonsku réttina. Gjarnan síðan nefnt Daníels fastan. 
Af öllum fæðuflokkum er grænmeti án efa næringarmesta gjöf jarðar, eða býr yfir mestri næringarþéttni og er jafnframt öruggasta fæðan. Það hlýst engin skaði af því að borða mikið magn af grænmeti. En ávaxtaát allan daginn gæti aukið á tannskemmdir og hækkað blóðsykurinn

Grænmeti er raunar mjög áhrifaríkt, sérstaklega grænmeti af krossblómabætt (spergilkál, grænkál, blómkál, sinnepskál, radísur, rósakál, vatnakarsi ofl) vegna þess að það er ríkt af glúkósínólötum (stór hópur glúkósíða sem innihalda brennistein). Þykir jafnvel vinna gegn skæðustu sjúkdómum. Grænmeti hefur verið undirstaða fæðu um allan heim í þúsundir ára. Vísindamenn hafa m.a. fundið varðveitt fræ frá Brassicaceae fjölskyldunni í Kína frá 4000 og 5000 f.Kr. 

Hrátt hunang

Finnir þú hunang fáðu þér nægju þína
svo að þú verðir ekki ofsaddur af því og spýir því upp.
(Orðskviðirnir 25:16)

Það er engin furða að hrátt hunang sé nefnt „fljótandi gull. Góð áhrif á húð og líkama virðist nær takmarkalaus. Hrátt hunang er enda hlaðið lykilnæringarefnum. Rannsóknir hafa staðfest að hunang inniheldur m.a. flavónóíða. Auk þess að vera frábær staðgengill orkudrykkja fyrir íþróttamenn og sannarlega fyrir þá sem þarfnast smá uppörvunar. Þá ýtir hrátt hunang einnig við vöxt góðgerla í meltingarvegi þar á meðal Bifidobacteria. Annar heillandi eiginleiki hunangs er hæfni þess til að bæta ofnæmisheilsu. Gakktu úr skugga um að þú kaupir gott hunang og helst beint frá býli.

Gleðilega páska!


Ps: Hér var bara stiklað á stóru því það er heill hellingur af annarri fæðu nefnd í biblíunni og bráðhollri.

Nokkrar heimildir:
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30487558/

https://fdc.nal.usda.gov/fdc-app.html#/food-details/169134/nutrients
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/20043077/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23519910/

https://fdc.nal.usda.gov/fdc-app.html#/food-details/169414/nutrients
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4252429/
https://canal.ugr.es/prensa-y-comunicacion/medios-digitales/perishablenews-eeuu/study-proves-that-goat-milk-can-be-considered-as-functional-food/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23281145/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33207780
https://pubs.acs.org/doi/abs/10.1021/jf025692k
https://pubs.acs.org/doi/abs/10.1021/jf025692k
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3145055/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34559743/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál