„Flest vitum við að túrmerik er stórkostleg lækningajurt og kryddar lífið svo um munar. Vísindin hafa líka uppplýst okkur um það að það nýtist okkur best þegar við matreiðum það og drekkum, altsvo með svörtum pipar (jafnvel löngum), góðum olíum ofl. Mjög margar rannsóknir styðja að túrmerik getur fyrirbyggt allt frá kvefi til margra tegunda illvígari sjúkdóma,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:
Þá hefur túrmerik verið mikið í umræðunni í tengslum við alzheimer sjúkdóminn sem stundum hafa verið nefndur sykursýki 3. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa almennt staðfest minna gengi alzheimer þar sem túrmerik er mikið notað í matargerð. Þá kom fram í þætti Michael Mosley (Trust me, I am a Doctor) sem sýndur var fyrr á árinu að túrmerik virkar ákaflega vel ef það er notað í mat.
Túrmerik er líkt og engifer notað vegna rótanna en er líka sömu ættar. Á meðan engifer er útvítkkandi er túrmerik samadragandi og mjög bólgueyðandi.
Þegar þú fjárfestir í góðu túrmeriki er allra allra mikilvægast að það sé lífrænt vottað af sterkum vottunaraðila. Ef það er ekki með vottum kann að vera að það sé erfðabreytt afbrigði og jafnvel geislað. Þá er það ekki eins gagnlegt, jafnvel þvert á móti. Góð gæði er eina lögmálið sem gildir um túrmerik og komdu því helst daglega inn í mataræði þitt.
Kostir frábærs túrmeriks
Túrmerik er allt í sennt heitt, létt, þurrt, beiskt og samandragandi og því ein af fáum jurtum sem tikkar í næstum öllum bragðboxin. Túrmerik er í raun bólgueyðandi blóðelexír vegna þess að það örvar blóðflæðið. Það þynnir blóðið og hreinsar það. Túrmerik dregur líka úr lofti í meltingu, ýtir undir egglos hjá konum, er mjög gott fyrir húðina, bakteríudrepandi, sveppadrepandi og gerladrepandi. Það flýtir fyrir því að sár grói og er verkjastillandi. Einnig hefur komið fram að túrmerik hjálpar þeim að ná bata sem hafa þurft að gangast undir lyfjameðferðir vegna krabbameina. Rannsóknir sýna jafnframt að túrmerik getur létt þeim lífið sem þjást af sórasis og liðagigt
Túrmerik latte Systrasamlagsins
Vitandi um um allt það magnaða sem túrmerik hefur fram að færa hönnuðum við systur í Systrasamlaginu okkar eigin túrmerik-latté árið 2015. Drykk sem hefur æ síðan notað mikilla vinsælda. Hann inniheldur enda allt það besta sem góður gullinn latte þarf að innihalda, sem er umfram allt gnótt af frábæru lífrænt vottuðu túrmerki. En til að gera hann spennandi og bragðgóðan inniheldur hann líka kardimommur, vanillu, cacaó og svartan langan pipar sem er í raun sá svarti pipar sem oftast er notaður sem lækningajurt í indversku fræðunum. Túrmerik-latté er dásamlegur drykkur síðla dags og eða kvöldin þegar nartþörfin herjar á. Upprunalega er hann gerður með kúamjólk. Við kjósum hins vegar góða jurtamjólk á borð við möndlurís eða góða kókosmjólk og bætum gjarnan við kókosolíu eða kakósmjöri til að gera hann mjúkan.
Sjá nánar túrmerik-látte Systrasamlagsins.
En notaðu túrmerik í miklu meira. Við kvefi er til dæmis magnað að blanda saman 1 hluta túrmeriks við 3 hluta hunangs. Ef kvefið er á leiðinni, fáðu þér teskeið af þessarri mixtúru á 2ja til 3ja tíma fresti. Það hressir ónæmiskerfið og minnkar bólgur.
Túrmerik í súpur: Bættu við matskeið í grænmetisúpuna þína og kannski slatta af Óreganó einnig. Það gæti losað þig við sýkingar og vírusa í líkamanum.
Eggin: Sáldraðu túrmeriki yfir hrærðu eggin. Bragðið er milt og eggið hvort eða er gult, svo börn eiga auðvelt með að borða þau.
Kajsúhentu /banana/ túrmerik möffins. Uppskrift:
1 bolli hakkaðar kasjúhnetur
3 þroskaðir bananar
¼ bolti bráðin kókosolía
1 tsk matarsódi
1 tsk af hverju þessarra krydda: túrmerik, kanill, múskat, kardimommur, negull og salt.
Blandið saman þurrefnum og blautefnum í sitthvora skálin. Blandið því blauta smám saman við þurrefnin og setjið svo í möffins form. Bakið í um það bil 25 mínútur. Algjör bragðveisla.
Túrmerik te: Leysið 2 tsk af túrmerikdufti upp í 2 bollum af heitu vatni. Bætið við1 tsk af góðu hunangi og safa úr 1/4 af sítrónu. Sáldrið svörum pipar yfir.
Saltið þitt: Blandaðu saman túrmerik, kóríander og kúmini í saltbaukinn þinn. Þannig nærðu góðum lækningajurtum með saltinu á hverjum degi.
Túrmerik í dögurðinn: Blandaðu túrmerki, kanil, múskati, negul og kardimommum í pönnukökurnar. Þær verða ennþá betri.
Kasjúhnetukúlur. Uppskrift:
1 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli mjúkar döðlur án steina
örlítið salt
1 tsk af hverju þessa; vanillu, túrmeriki, kanil og engiferi.
Blandið öllu saman í matvinnsluvél þar til blandan er orðin mjúk. Ef hún er of stíf má bæta við smá af vatni. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Eigðu í ískápnum til að narta í.
Þinn daglegi þeytingur: Bættu 1 tsk á túrmeriki út í þeytinginn. Það er mjög áhrifaríkt og breytir ekki bragðinu, nema bara til góðs.
Heimildir:
Hér er t.d. merk grein um túrmerik eftir dr Sigmund Guðbjarnason prófessor emeritus frá 2019 https://heilsuhringurinn.is/2019/01/01/forvarnir-med-hjalp-fjolvirkra-natturuefna/
Tilraun úr Trust Me, I am a Doctor: https://www.bbc.co.uk/programmes/articles/PSTGKKt3HR08tmK69w7J1b/does-turmeric-really-help-protect-us-from-cancer