„Orðspor dáleiðslu hefur iðulega litast af því sem kallað er sviðsdáleiðsla, þar sem skemmtikraftar „dáleiða“ fólk sem hluta af skemmtisýningu, þar sem fólk er oft fengið til að hegða sér einkennilega, gagga eins og hænur eða telja sjálft sig vera í einhverju furðulegu hlutverki (t.d. bardagafígúra), áhorfendum til mikillar skemmtunar.
Sviðsdáleiðsla á hins vegar ekkert skylt við þá dáleiðslu sem klínískir dáleiðarar, eða meðferðardáleiðarar, stunda. Þar er verið að beita dáleiðslu til að hjálpa fólki að fá frelsi frá ýmsum neikvæðum kvillum eða vandamálum, allt frá krónísku verkjavandamáli og yfir í kvíða, ofsahræðslu, neikvæðar hugsanir, neikvæða sjálfsmynd, þunglyndi, svefnerfiðleika, þráhyggjur, o.fl. ofl.,“ segir Sara Pálsdóttir, lögfræðingur og dáleiðari, í nýjum
pistli á Smartlandi:
Að mínu mati eru lítil takmörk fyrir því hvað er hægt að heila með dáleiðslu. Dáleiðsla og orkuheilun snýst fyrst og fremst um að vinna með undirmeðvitund hvers og eins, að því augnmiði að fá undirmeðvitund viðkomandi til að finna rót vandans, og finna svo leið til að uppræta hana eða þær. Þannig er dáleiðarinn í ákveðnu leiðbeinendahlutverki, en í undirmeðvitund hvers og eins býr mikill heilunarkraftur.
Þegar þú skerð þig á handlegg til dæmis og það kemur skurður, er það undirmeðvitundin þín, sem lætur sárið gróa á ný. Ef þú ert haldinn kvíða, af hverju ætti undirmeðvitundin þín ekki að geta heilað hann? Hún getur það svo sannarlega, þetta er allt spurning um að læra að beita undirmeðvitundinni rétt. Þetta er eins og að vera með villtan, stórkostlega kraftmikinn stóðhest. Ef þú temur hann ekki, æðir hann í allar áttir með þig stjórnlaust og getur gert mikinn skaða. Ef sé hann vel taminn, geturðu stjórnað honum með einni hendi, áreynslulaust, og það sama á við um undirmeðvitundina þína.
Oft er um flókið samspil margra róta, til dæmis þegar kemur að því sem veldur kvíða, en í megingrunninn stafar kvíði af neikvæðri orku sem safnast fyrir í líkama okkar og umhverfi og svo af neikvæðum, kvíðavaldandi forritum í undirmeðvitundinni. Þetta tvennt hefur svo áhrif hvort á annað og til verður kvíði, sem yfirleitt er krónískt vandamál. Slíkur vandi hefur tilhneigingu til að versna, ef ekkert er að gert.
Kvíðinn verður ekki upprættur nema eyða þessari neikvæðu orku og lagfæra eða eyða neikvæðu forritunum og setja jákvæð í staðinn. Einnig þurfum við að læra að stýra undirmeðvitundinni okkar. Þess vegna er dáleiðsla og orkuheilunin svo áhrifarík, því með dáleiðslu færðu viðkomandi aðila í svo djúpa slökun að meðvitundin stígur aðeins til hliðar, og undirmeðvitundin opnast. Þ.e. með dáleiðslunni færðu beinan aðgang að undirmeðvitundinni, en undirmeðvitundin veit allt um þig, þekkir hverja einustu frumu í líkamanum og ef það er eitthvað að, veit undirmeðvitundin þín af því og hvað þarf til að lagfæra það. Með því að nota orkuheilunina samhliða er svo hægt að hjálpa viðkomandi að hreinsa orkuna, bæði í líkamanum, árunni og orkusviðinu.
Allt er orka. Vísindin hafa sýnt fram á það, um þetta er enginn ágreiningur lengur. Kvíði er neikvæð orka og neikvæð forrit sem segja okkur að við séum í hættu stödd, að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast, að við munum missa ástvini, að við munum aldrei geta látið drauma okkar rætast, að allir séu að dæma okkur, að við séum lélegri pappír en aðrir, að við eigum ekki sama rétt og aðrir á góðu lífi, að við munum alltaf vera veik og ómöguleg, o.s.frv. Þetta eru ekki þínar hugsanir, þetta er neikvæð orka og neikvæð forrit sem komu jafnvel frá öðru fólki, jafnvel á uppvaxtarárum þínum, og þau hafa ekkert með það að gera hver þú raunverulega ert eða hvernig.
Það er gríðarlega mikilvægt að átta sig á því að við sem einstaklingar, höfum vald yfir neikvæðri orku, en hún ekki yfir okkur, nema við leyfum henni það. Við höfum líka vald og krafta til að endurforrita sjálf okkur, eyða þessum neikvæðu forritum og setja ný í staðinn. Þjálfun hugans og endurforritun er eitt það mikilvægasta sem við gerum í daglegu lífi. Gríðarlega mikilvægt er að tileinka sér þessa þekkingu, þjálfun og æfingu, til að stuðla að eigin heilsu og vellíðan. Ef ekki, getur þessi neikvæða orka og þessi neikvæðu forrit, rænt okkur lífsgæðum, heilsu og í reynd frjálsum vilja. Niðurstaðan verður sú að við lifum ekki því lífi sem við viljum og eigum skilið, erum ekki sú manneskja sem okkur var ætlað að vera.
En það getur verið erfitt að ná þeim áfanga að taka vald yfir líðan sinni og hugsunum þegar maður er yfirfullur af neikvæðri orku og neikvæðum forritum, sem halda manni hálfpartinn í gíslingu. Trúið mér, ég hef svo sannarlega persónulega reynslu af því. Það að vera yfirfullur af neikvæðri orku þýðir alls ekki að maður sé vond manneskja, það getur einfaldlega þýtt að maður hafi orðið fyrir áföllum, átt erfiða æsku, og margt margt fleira sem spilar þar inn.
Þess vegna hef ég sett saman kvíðanámskeiðin mín, til að færa fólki þá nauðsynlegu fræðslu, þjálfun, dáleiðslu og orkuheilun til að fólk geti stigið inn í frelsi frá kvíða og öðrum neikvæðum kvillum. Í þetta tveggja daga netnámskeið hef ég sett allt það sem færði mér sjálfri algert frelsi frá kvíða og öðrum neikvæðum kvillum, t.d. lamandi sjálfsniðurrifi, stjórnlausum neikvæðum hugsunum, o.fl. Á námskeiðinu er m.a. notuð dáleiðsla og orkuheilun til að eyða neikvæðu orku og endurforrita undirmeðvitundina. Þá inniheldur námskeiðið alla þá fræðslu og þjálfun sem til þarf til að taka vald yfir líðan sinni og hugsunum og til að halda áfram á batabrautinni. Í eftirfylgninni er svo haldið áfram, með reglulegum þjálfunum, dáleiðslum, ókeypis dáleiðslu upptökum, hugleiðslu, markmiðssetningu, upprifjun, hvatningu o.fl., til að halda áfram að vaxa, fara lengra inn í frelsið. Því ef við erum ekki að vaxa, þá erum við að deyja.
Lífið er allt of stutt og dýrmætt til að eyða því í óheilbrigðum kvíða og ótta. Taktu skrefið, inn í frelsið, vertu með!