Að lifa í kvíða er að lifa í fangelsi

Sara Pálsdóttir lögmaður og dáleiðari.
Sara Pálsdóttir lögmaður og dáleiðari. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í mörg ár kvaldist ég vegna alvarlegs kvíða. Hann var misjafn, stundum var hann í formi neikvæðs sjálfsniðurrifs þar sem ég var ekki nógu góð, það sem ég gerði var ekki nógu gott, ég var ekki nógu mjó og allt sem ég sagði var ekki nógu vel sagt og aðrir voru líklega allir að dæma mig,“ segir Sara Pálsdóttir lögfræðingur og dáleiðari í sínum nýjasta pistli: 

Þetta hef ég skilgreint sem „vægan“ kvíða – þótt nógu skaðlegur og alvarlegur hafi hann verið.

Þegar kvíðinn var sem verstur óttaðist ég stöðugt að eitthvað hræðilegt myndi gerast. Að ég væri komin með alvarlegan sjúkdóm, að eitthvað hræðilegt myndi koma fyrir son minn eða að ég yrði föst í þessum viðbjóðslega kvíða að eilífu. Sú hugsun var óbærileg. Stundum hrökk ég upp um miðjar nætur í kvíðakasti. Leið eins og ég væri að kafna og vanlíðanin var óbærileg.

Já, kvíði er viðbjóður. Kvíðinn rænir frá manni lífsgæðum, kemur í veg fyrir að maður geti verið maður sjálfur eða lifað því lífi sem maður vill lifa. Af því að maður er stanslaust hræddur. Hræddur við að vera ekki nóg, hræddur við að eitthvað slæmt gerist, ýmindaðar áhyggjur af öllu mögulegu og ómögulegu. Útkoman er sú að maður lifir sem hálfgerður skuggi af sjálfum sér. Að lifa í ótta er að lifa í fangelsi. Maður afplánar lífið. Þægindaramminn verður sífellt smærri eftir því sem kvíðinn stækkar – og það er eðli kvíðans að stækka fái hann að lumbra á okkur óátalinn.

Fyrir nokkrum árum ákvað ég að gera eitthvað róttækt í þessum kvíða – til að öðlast algert frelsi frá honum fyrir fullt og allt. Þetta byrjaði með 5 mínútna daglegri hugleiðslu, svo fór ég í dáleiðslu, svo lærði ég allt sem hægt var að læra um undirmeðvitundina og mátt hennar, lærði dáleiðslu, orkuheilun, las ótal bækur, rak mig á veggi, prófaði allt sem mér datt í hug að prófa. Tók mig mörg ár, blóð svita og tár – en þegar ég fann lausnina, fékk frelsið, varð hver einasta mínúta, hver einasti svitadropi sem fór í batann margfalt þess virði.

Ég hef fengið algert frelsi frá kvíða. Lífsgæðin sem fylgja því eru ólýsanleg. Ég er ég sjálf, geri það sem ég vil gera og nýt þess. Ég er frjáls frá því hvað öðrum finnst. Ég elska að vera með börnunum mínum í stað þess að vera með sífelldar áhyggjur af þeim. Ég er orkumikil alla daga, get stýrt hugsunum mínum og líðan minni og líður afar vel í líkamanum og í hjarta mínu. Ég er róleg, yfirveguð og glöð í nánast hvaða aðstæðum sem er. Ég gæti grátið af gleði yfir að hafa sigrað þennan fjanda sem kvíðinn er – og það er markmið mitt að hjálpa öðrum að öðlast þetta frelsi líka. Þess vegna lærði ég dáleiðslu og þess vegna bjó ég til námskeiðin ,,Frelsi frá kvíða“ – þar sem ég hef sett saman í helgarnámskeið (haldið á netinu) alla þá fræðslu, þjálfun, dáleiðslu og orkuheilun sem færðu mér það frelsi sem ég lifi í í dag. Eftir námskeiðið er þétt eftirfylgni sem grípur alla sem taka þátt – til að tryggja það að við höldum okkur við efnið, höldum áfram að tileinka okkur allt sem við lærðum á námskeiðinu í stað þess að fara aftur í sama farið.

Að lifa í kvíða er að lifa í fangelsi. Það er hægt að fá frelsi. Það er hægt að sigra kvíðann. Að eiga við kvíða er að eiga í stríði og þá er eins gott að hlaða vopnabúrið vel og taka stjórnina. Það er nefnilega þannig að við höfum vald yfir kvíða – ekki öfugt. Kvíðinn hefur bara vald yfir okkur þegar við gefum okkur honum á vald, þegar við óttumst hann. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessum kvíða?

Skráðu þig hér á næsta námskeið, 9-10 október n.k.:

https://sarapalsdottir.is/namskeid-hopdaleidslur-og-fyrirlestrar/

Eða hafðu samband í gegn um grúppuna mína á Facebook „Frelsi frá kvíða – ókeypis fræðsla og dáleiðslur“:

https://www.facebook.com/groups/frelsifrakvida

Þú getur byrjað strax í dag. Þú þarft ekki að gera þetta ein/n . Við getum gert þetta saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda