Voru flugfreyjur en eru núna með rusl á heilanum

Margrét Stefánsdóttir og Lena Magnúsdóttir stýra hlaðvarpinu, Ekkert rusl.
Margrét Stefánsdóttir og Lena Magnúsdóttir stýra hlaðvarpinu, Ekkert rusl.

Margrét Stefánsdóttir og Lena Magnúsdóttir stýra hlaðvarpinu, Ekkert rusl. Þær kynntust þegar þær voru flugfreyjur hjá Air Atlanta og ferðuðust saman um allan heim. Margrét segir að Lena hafi haft mjög góð áhrif á sig því hún hafi bannað henni að fá plastpoka í búðum þegar þær voru að kaupa einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa. 

Þær segja að umhverfisvern sé heit kartafla í dag. 

„Flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Einn og einn gagnlegur moli við heimilishaldið slæðist með í þáttunum. Við getum þetta saman með litlum skrefum, stuðlað að betri jörð,“ segja þær Margrét og Lena. 

Freyr Eyjólfsson.
Freyr Eyjólfsson.

Í fyrsta hlaðvarpsþættinum tala þær við Frey Eyjólfsson sem er nýráðinn verkefnastjóri hjá Sorpu. Hann segir að það sé hreinsandi fyrir sálina að skola mjólkurfernur. Hann vill ekki hafa eldhúsið sitt með hvítri kókaíneldhúsinnréttingu þar sem sál manns deyr, eins og hann orðar það. Hann vill blanda notuðu með nýju til að skapa heimili og hann lagar hluti, „youtubar“ eins og brjálaður maður en finnur í því innri ró.

Í þættinum tala þær líka við Ruth Einarsdóttir sem hefur stýrt Góða hirðinum frá árinu 2018. Hún segir að nú sé endursöluhlutfallið á notuðum munum þar 65% en var 26% þegar hún hóf störf þar. Landsmenn eru því að standa sig betur í því að kaupa notað. Daglega koma 7-10 tonn inn af notuðum hlutum til Góða hirðisins. Nýja verslunin á Hverfisgötu hefur að geyma margan fjársjóðinn enda er þar áhersla á vandaðar vörur og fallega hönnun sem berst Góða hirðinum.  Freyr og Ruth segjast bæði spara verulegar fjárhæðir á því að kaupa notað og geti jafnvel náð einni hressri utanlandsferð með fjölskyldunni fyrir afganginn. 

Ruth Einarsdóttir.
Ruth Einarsdóttir.
 
Hér eru Margrét Stefánsdóttir og Lena Magnúsdóttir fyrir mörgum árum …
Hér eru Margrét Stefánsdóttir og Lena Magnúsdóttir fyrir mörgum árum þegar þær voru báðar flugfreyjur hjá Air Atlanta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál