Fárveik vegna brjóstapúða

Karmen Karma segir brjóstapúðana hafa gert hana fárveika.
Karmen Karma segir brjóstapúðana hafa gert hana fárveika. Skjáskot/Instagram

Onlyfans stjarnan Karmen Karma segir að brjóstapúðar sem hún fékk sér fyrr á þessu ári hafi gert hana fárveika. Karma, sem starfar í kynlífsiðnaðinum, hafði áður fengið sér minni brjóstapúða en þeir höfðu ekki sömu áhrif á líkama hennar. 

Karma fékk sér fyrst fyllingar í brjóstin fyrir um fjórum árum síðan. Á þessu ári ákvað hún að stækka brjóstin meira og fékk sér stærri púða. „Ég fann eiginlega strax að það var eitthvað ekki rétt. Ég fékk mígreni á hverjum degi, var með gríðarlega síþreytu og komst varla fram úr rúminu,“ segir Karma í viðtali við Jam Press. 

Hún lagði sig þrisvar á dag, fann fyrir þunglyndi, fitnaði, átti erfitt með að anda og var með heilaþoku. Öll þessi einkenni eru einkenni svokallaðs brjóstapúða veikinda sem hafa verið umdeild. 

„Ég hélt ég væri að deyja. Ég gat í raun ekki gert neitt af því sem venjuleg manneskja gerir,“ sagði Karma. Hana grunaði fljótt að bjóstapúðarnir sökin en fann ekki lækna eða sérfræðinga sem staðfestu grun sinn. Hún ákvað því að láta fjarlægja púðana og fann strax mikinn létti. 

„Gervibrjóstin mín eitruðu líkama mínum og eyðilögðu næstum því líf mitt. Ég fór upphaflega í aðgerðina svo mér gengi betur í kláminu en endaði á því að geta bara farið í tvær tökur allt árið,“ sagði Karma.

Veikindi í kjölfar brjóstapúða eru mikið rannsökuð og brjóstapúðarnir sjálfir hafa verið rannsakaðir. 

„Það hafa aldrei fundist tengsl á milli sjálfsofnæmissjúkdóma og brjóstapúða í vísindalegri, ritrýndri rannsókn,“ sagði læknirinn Daniel Maman í viðtali við New York Post. „Það eru án efa til konur sem finna fyrir þessum einkennum og þau hverfa svo á ótrúlegan hátt þegar púðarnir eru fjarlægðir. En það geta verið einkenni lyfleysu,“ sagði Maman.

Karma lét taka brjóstapúðana og leið miklu betur í kjölfarið.
Karma lét taka brjóstapúðana og leið miklu betur í kjölfarið. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda