Lífsorkan og vísindin

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Flest tengjum við orku við ljós, hita og rafmagnið heima hjá okkur. En er einhver orka þarna úti sem gefur manneskjunni rafmagn? Það er umdeilt en kíkjum aðeins á málin,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins í nýjum pistli á Smartlandi: 

Í gegnum söguna hafa trúarbrögð eða heimsspeki eins og hindúatrú, búddismi og lækningakerfi á borð við hefðbundna kínverska alþýðulæknisfræði (TCM) vísað til lífsnauðsynlegrar lífsorku sem rennur í gegnum líkamann í straumum eftir ákveðnum „farvegi“. Talað er um sérstakar orkubrautir líkamans sem gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að líkamlegri og andlegri vellíðan og heilsu. Heldur það vatni undir nálarauga vestrænna vísinda? Lítum líka á það.

Hvað eru orkubrautir?

Orkubrautir eru líklega best þekktar í hefbundum kínverskum lækningum, TCM en eru líka mikilvægur þáttur annarra hefða eins í Ayurveda, systurvísinda jógafræðanna.

Orðin sem koma fyrir um þessa tilteknu orku eru channels, meridians, nadis og srotamsi (sem þýðir á/straumur á Sanskrít). Þýðingar hafa verið orkubrautir, orkupunktar, þrýstipunktar og nálastungupunktar, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Hefðbundin kínversk læknisfræði

Í rannsókn vestrænna vísindamanna frá 2010, þar sem gerð var tilraun til að horfa með augum nútímans á kínversku læknisfræðina, segir m.a. að þessi gömlu vísindi byggi á því að lengdarbaugar líkamans séu leiðakerfi þar sem lífsorkan, eða Qi, flæðir um. Talið er að hægt sé að loka eða tæma Qi, sem getur leitt til ójafnvægis og sjúkdóma. Þessi sama rannsókn eða samanburður segir lengdarbaugana í manneskjunni geti samsvarað einskonar útlægu miðtaugakerfi.

Samkvæmt endurskoðun vísindamanna frá 2015 segir að lengdarbaugarnir séu „vökvaleiðslur með litla mótstöðu þar sem ýmsar efnafræðilegar og eðlisfræðilegar flutningar fer fram.”

Í umsögn rannsakenda er talað um 14 aðalrásir tengdar 365 undirrásum, sem kallaðar séu undirsamstæður. En samskeyti aðal- og undirrása eru þekkt sem nálastungupunktar.

Indversku lífsvísindin

Í textum Ayurveda á Sanskrít er vísað til orkubrauta sem stromasi. Stromasi eru leiðarkerfi fyrir það sem kallað er srotas. Elstu heimildir um Ayruveda minnast á jafnvægi á milli líkams/hugargerðanna þriggja; vata, pitta og kapha. Ójafnvægi milli doshanna geti valdið stíflum í srotas eða milli stórra og minni orkubrauta sem næra líkamann. Nadi er svo annað orð í Sanskrít og oftar notað í búddisma og hindúahefðum.

Samkvæmt mati vísindamanna frá 2016 er talið að helstu nadi punktarnir samsvari taugakerfinu í líkamanum, þótt þeir séu aðgreindir frá því. Sama umfjöllun bendir á að það séu 10 stórir nadis í líkamanum og 350.000 minni háttar nadis. Að auki er talið að þrír helstu nadi punktarnir vísi til grunn lífsorkunnar. Þeir punktar kallast ida, pingala og sushumna. Punktarnir samsvari mismunandi þáttum taugakerfisins auk sérstakri orku. Pingala og ida mætast t.d. á punkti milli augabrúnanna, þekkta sem ajna, eða orkustöð þriðja augans. Þeir eru einnig taldir gegna hlutverki í sumum öndunaræfingum, eins og nadi shodhana, eða öndun í gegnum nasir. Sushumna er nafnið sem gefið er aðalorkurás hins svokallaða fíngerða líkama, eða sushumna nadi. Samkvæmt jóga og Ayurveda ferðast pranan eða sjálf lífsorkan eftir nadi orkubrautum.

Í rannsókn frá 2013 var staðfest að öndun í gegnum nasir hefði áhrif á parasympatíska taugakerfið, eða sefkerfið, sem ber ábyrgð á slökun.

Þær meðferðir sem tilheyra Ayurveda fræðunum eru:

Púlsgreining
Marma punkta meðferð
Abhyanga, eða sjálfsnudd
Shirodhara

Mikilvægt er að hafa í huga að hugtökin „karlkyns“ og „kvenleg“ vísa í þessum fræðum ekki til kynja, heldur til þeirrar orku sem Ayurveda sér að búi í hverri manneskju, óháð kyni. Þetta endurspeglar hugmyndina um yin og yang í hefðbundinni kínverskri læknisfræði.

Jóga og orkuheilun

Margir hafa sannalega upplifað að það að vinna með orkubrautirnar geti hjálpað fólki að taka heildsætt á heilsu sinni og vellíðan.

Kristin Leal, jógakennari og höfundur „MetaAnatomy: A Modern Yogi’s Practical Guide to the Physical and Orgetic Anatomy of Your Amazing Body,“ er ein af þeirra. Hún segir í þeirri bók að heilsa okkar sé meira en bara hvernig ónæmiskerfið okkar virkar:

„Það er jafn mikilvægt og tilfinningar okkar, hvernig okkur líður, orkuástand okkar, hvernig við höfum samskipti, í samböndum okkar og daglegu mynstri - allt er mikilvægt fyrir heildarorkuna, “ segir Leal og vill meina að orkubrautirnar hafi með allt þetta að gera.

Cyndi Dale, titlar sig heilara og er höfundur bókarinnar „The Subtle Body: An Encyclopedia of Your Energetic Anatomy“. 

Hún segir að orkurpunktarnir séu eins og „árfarvegir orku sem streyma um líkamann.” Þeir séu lúmskir og sjást ekki en sumir viti að þeir hafi áhrif á okkur líkamlega og andlega.

„Hugmyndin [um orkupunkta] er sú að við séum ekki bara líkamleg eða andleg/tilfinningaleg, heldur að allt vinni saman fyrir manneskjuna í heild,“ segir Dale.

„Orkan fer inn og í gegnum frumur, að meðtöldum æðum og háræðum, hefur áhrif á vefi, næringu og úrgang.

Sömuleiðis bera orkubrautir ábyrgð á flæði orku um okkar fíngerða eða “óeðlisfræðilega” líkama. Við notum þær til opna inn í vefi og hreyfa við vökva í líkamanum,” segir Dale og bætir við að vinna með orkubrautir geti „hreinsað líkamlega og tilfinningalega orku og það fíngerða, sem kann að standa í vegi fyrir sannri vellíðan.“

Iðkendur þessarar aðferðar nota hana meðal annars við verkjastjórnun og til að takast á við allskyns andlega og líkamlega erfiðleika.

Margir telja að hægt sé að hreinsa þessar orkubrautir með:

Ákveðnum tegundum að jóga

Öndun, eða pranayama

Hugleiðslu

Qigong og tai chi

Vinnu við úrlausn áfalla

Orkuheilun

Saga orkubrauta

Þrátt fyrir skort á vísindalegum gögnum hafa orkupunktar og -brautir alltaf verið partur af fornum hefðbundnum lækningahefðunum. Í Hippocrates Corpus, forngrísku lækningaritunum, eru orkubrautir tengdar við mikilvæga líkamshluta, þar á meðal líffæri og skilningavit.

Í sögu kínverskrar nálastungumeðferðar bentu vísindamenn á að elstu tilvísanir í orkupunkta séu líklega í kínverskum lækningatextum sem fundust við Mawangdui grafirnar. Þessir textar eru frá 186 til 156 f.Kr. Vísindamenn kölluðu þá „mai“ og lýstu þeim sem „ímynduðum„ farvegum “í tengslum við greiningu og meðferð”.

Snemma á 20. öld, bjó franski diplómatinn Georges Soulié de Morant hugtakið „meridian“.

Samkvæmt endurskoðun vísindamanna frá 2014 var fyrsta skipulagða vísindarannsóknin á lengdarbaugum mannslíkamans unnin af Kim Bonghan prófessor í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar. Þeirri rannsókn var þó ekki fylgt eftir.

Í Ayruveda eru minnst á samskonar orku í trúarlegum textum hindúa, þar á meðal „Upanishads“ árið 500 f.Kr. og Veda árið 2000 f.Kr. Þær ber einnig á góma í nýlegri textum í ritum sem notaðar eru í ayurveda og nefnast „Ashtanga Hridayam“ og „Charaka Samhita".

Hvað segja vísindin?

Vísindamenn hafa bent á að orkubrautir sem notaðar séu við nálastungumeðferðar séu ekki almennt viðurkennt vísindahugtak. Margir vísindamenn hafa engu að síður reynt að finna vísbendingar sem styðja tilvist orkupunkta. Árið 2016 var framkvæmd rannsókn við háskólann í Seoul og þar staðfest að til væru rásir þekktar sem Primo æðakerfið (PVC). Samkvæmt tilgátum vísindamannanna er það mikilvægur hluti hjarta- og æðakerfisins. En þegar á sjöunda áratug síðustu aldar varpaði áðurnefndur vísindamaður Kim Bohang fram kenningu um tilvist pítulaga uppbyggingar; innan og utan æða á líffærum sem væru tengd líkt og símalínur. Þó er þörf á viðbótarannsóknum.

Í endurskoðun margra rannsókna komu fram nokkrar tilgátur, þar á meðal að tilvist primo æðakerfis (PVS) gæti verið undirstaða meridians puntkanna, eða lengdarbauganna og bandvefsins og gegndu hlutverki. Ekki var talið ólíklegt að nálastungumerðferðar fletirnir geti verið hluti af bandvef mannsins og hafi hlutverki að gegna. Vísindamenn settu einnig fram tilgátu um að taugabúnt /samstæður æða gæti verið 80 prósent af nálastungupunktum.

Þó að margar rannsóknir hafi verið gerðar eru engar óyggjandi sannanir um orkubrautir. Tilvist orkubrauta er því enn umdeild í vísindasamfélaginu.
Hitt er svo annað mál að sumir vilja meina að vísindin hafi ekki ennþá þróað tæki og tól til að sanna orkupunkta.

Heimildir:

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2005290110600143

https://www.hindawi.com/journals/ecam/2015/410979/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2816487/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3681046/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2629169/?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda