Svona byrjar „bjargvættur Bretlands“ daginn

Rishi Sunak vaknar klukkan sex og klárar æfingu dagsins.
Rishi Sunak vaknar klukkan sex og klárar æfingu dagsins. AFP

Ris­hi Sunak, nýr for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, finnst best að vakna klukk­an sex á morgn­ana og klára æf­ingu dags­ins af. Það sagðist hann að minnsta kosti gera þegar hann var til viðtals í hlaðvarpsþættn­um Twenty Minu­te VS á síðasta ári. 

Sunak tók við embætti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands í lok októ­ber og hef­ur verið málaður upp sem „bjarg­vætt­ur“ lands­ins eft­ir ansi strembna tíma í stjórn­mál­un­um síðastliðina mánuði og ár. Það eru þó ekki all­ir sam­mála um að Sunak sé prins­inn á hvíta hest­in­um fyr­ir breska ríkið, en það á þó eft­ir að koma í ljós.

Byrj­ar dag­inn vel en svo fer allt í steik

Sunak byrj­ar á að hreyfa sig og sagðist vera hrif­inn af æf­ing­um frá Pelot­on, sér­stak­lega frá þjálf­ar­an­um Cody Rigs­by.

„Ég er mik­ill aðdá­andi Cody Rigs­by. Hann er bú­inn að vera það lengi, sem þýðir að maður þarf að hlusta á mikið af Brit­ney. En þú veist, það eru verri hlut­ir til að koma sér í rétt skap,“ sagði Sunak.

Ef hann tek­ur ekki æf­ingu frá Pelot­on fer hann á hlaupa­brettið eða fer á æf­ingu í lík­ams­rækt­ar­stöðinni í hverf­inu sínu. 

Eft­ir æf­ingu slepp­ir hann oft morg­un­mat og fast­ar. Ef hann fast­ar ekki borðar hann gríska jóg­úrt með blá­berj­um í morg­un­mat. Hann viður­kenndi að þó hann byrji dag­inn vel á hann það yf­ir­leitt til að borða óholl­ara yfir dag­inn. 

„Stund­um fæ ég mér síðbú­inn morg­un­mat, sem er yf­ir­leitt kanil­snúður eða súkkulaðikross­ant, eða jafn­vel möff­ins með súkkulaðibit­um. Þannig ég fæ mér alltaf eitt­hvað súkkulaðisæta­brauð,“ sagði Sunak.

Fjöl­skyld­an borðar sam­an um helg­ar

Þó Sunak sé ansi upp­tek­inn við vinnu borðar fjöl­skyld­an alltaf morg­un­bmat sam­an um helg­ar. Sunak er kvænt­ur Aks­hata Murt­hy og eiga þau sam­an tvær dæt­ur, Kris­hnu og Anous­hku. 

„Við erum með stór­an morg­un­verð á laug­ar­dags­morgn­um og á sunnu­dög­um skipt­umst við á að vera með pönnu­kök­ur og vöffl­ur,“ sagði Sunak.

Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands hinn 25. október …
Ris­hi Sunak tók við embætti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands hinn 25. októ­ber síðastliðinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda