Hvers vegna erum við svona þreytt og bjúguð?

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Þessi mót vetrar og vors eru að mörgu leyti dásamlegur tími. Tilhlökkun liggur í loftinu. Þó er ekki víst að orka allra sé upp á sitt allra besta. Þegar horft er til þess að manneskjan er hluti af náttúrunni finna margir einmitt fyrir bjúg og þreytu og sumir miklu orkuleysi. Líkt og jörðin erum við mörg þurr og svolítið grá að utan en blaut/rök að innan. Þetta er ástæðan fyrir því að margar menningarþjóðir kjósa að huga sérstaklega að meltingunni á sama tíma og jörðin er að hreinsa sig og vakna til lífsins. Þetta tímabil kallast kapha í indversku lífsvísindum, Ayurveda, á meðan sumarið er að mestu pitta (eldur og vatn) og haust/vetur vata (loft og ether/rými). Að mæta vorinu í góðu jafnvægi er líklega ein dásamlegasta orkan (komum betur að því) en þegar kapha, sem vel að merkja býr í okkur öllum, er ekki í jafvægi getum við orðið pirruð, þung og hæg og með lélegan meltingareld.

Hvað bera að hafa í huga á vorin þegar kapha eykst í náttúrunni og okkur sjálfum?

Kapha-orkan er allt í senn mjúk, svöl, stöðug, hæg, þung og olíu- og slímkennd frá náttúrunnar hendi. Á meðan margt af þessu eru mjög eftirsóknarvert getur annað reynst krefjandi. Þessi eiginleikar geta birst með margvíslegum hætti í náttúrunni og líka í líkama og anda hverrar manneskju. Sumir af erfiðari þáttum kapha tímabilsins getur falið í sér þunga tilfinningu, svefnhöfgi og lága lífsorku. Birting kapha orkunnar er þó mismunandi í okkur flestum og á meðan sumum finnst gaman að vinna með vororkuna finnst öðrum hún nær óyfirstíganleg.

Tilfinningar sem fylgja kapha í ójafnvægi geta komið fram í áhyggjum, uppnámi og jafnvel sárri móðgunartilfinningu. En í hina röndina er kapha-orkan okkur mjög mikilvæg og stór þáttur í vellíðan okkar. Kapha í sinni fegurstu og bestu mynd byggir okkur upp, færir líkamanum mýkt og okkur myndi sannarlega skorta samúð og ljúfleika ef ekki væri fyrir kapha / vororkuna. Okkur myndi jafnframt vanta tilfinningu fyrir jarðtengingu, stöðugleika og sannri nærveru í lífi okkar. Við myndum missa af miklu. Þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að gefa kapha orkunni gaum og koma henni í jafnvægi sem allra fyrst.

Gjafir kapha í jafnvægi eru kærleikur og samkennd

Fólk sem er sterkt kapha í líkams/hugargerð (taktu prófið) er jafnan fólkið sem er í góðu jafnvægi og mjög kærleiksríkt. Það býður kærkomin faðmlög sem er um leið grunnurinn til að jarðtengja vata-orkuna og mýkja pitta-orkuna. Flestir dýrka þessi faðmlög og kærleikann sem ósar af þessu hlýja fólki. Þetta er fólkið sem opnar heimili sín og gerir ekki upp á milli fólks. Kapha er elementið þar sem þokkinn býr sem flestir væru til í að bera.

Annað er að kapha (aftur í sínu besta formi) er traust. Kapha hefur sterkan strúktúr og gefur okkur form, eins t.d. byggingu líkamans. Kapha er formið. Án kapha-orkunnar í veröldinni myndi allt fljóta. Í samskiptum er enginn tryggari en kapha sem er raunverulegur vinur. Þegar kapha opnar sig þá er það vinátta fyrir lífstíð. Kapha er öguð. Hún fyrirgefur. Það skiptir líka öllu að kapha gefur okkur smurningu, það er mænuvökvinn og nærir heilann. Kapha er djúsinn sem gerir okkur ungleg og slímhúðin sem verndar meltingarveginn. Líkt og jörðin fyrirgefur sterk kapha allt og að sjálfsögðu er sá sem er með mikið kapha mesti náttúruunnandinn. Ef þú ert að halda í gremju og getur ekki sleppt skaltu reyna að finna kapha orkuna í þér og fyrirgefa sjálfum þér og öðrum.

Hvernig er gott að ná kapha í jafnvægi

Núna er tíminn til að taka fallega á móti kapha-orkunni eða vorinu, sem er þessi sæti blettur í okkur öllum. Það getur verið í formi örvandi athafna og hreyfingar en líka með því að hreinsa líkamann og borða léttari fæðu en við erum vön. Umskipti hafa átt sér stað. Vetrarfæðan hentar ekki lengur. Við þurfum líka að muna eftir því að halda líkama okkar heitum, þurrum og mjúkum. Til þess er hægt að nota t.d. alls kyns jurtir sem eru sterkar, beiskar og herpandi og rífa sig í gegnum kerfið og örva það. Um leið er lag að minnka sætu og salt (sjá bragðtegundirnar sex í Ayurveda).

Allt sem þú þarft að gera á þessum tíma árs er að koma kapha-nu í þér í jafnvægi og lifa þannig í sátt og samlyndi við náttúruna. Það sem kemur t.d. í veg fyrir að kapha sé of blaut á þessum tíma árs eru þurrar og herpandi jurtir eins og túrmerik og engifer sem sem draga úr bjúg og slími í líkamanum og það er gott að fá sér svartan pipar og græna fæðu ofl. sem örva meltinguna. Jurtablöndur sem geta reynst sérlega hjálplegar á þessum tíma árs eru triphala, sem er hin milda hreinsun og góðar grænar jurtablöndur. Þá er gott að þurrbursta húðina sem aldrei fyrr. Burtaðu hana bleika, myndi einhver segja. Og ef húðin á þér er eins og þurrt gras er frábært að bera á sig olíu. Hresstu við sogæðakerfið eins og þú mögulega getur og hreyfðu við vökvum og vessum líkamans.
Mundu líka að faðma fólk og rækta í þér það besta.

Í stuttu máli: Það sem heldur kapha í góðu jafnvægi er meira og minna öll fæða sem er beisk, sterk, samandragandi og súr. Kíktu á kryddin, aspasinn, kirsuberin, kitsaríð og allt það. Það sem kemur kapha úr jafnvægi á vorin er of mikið sætt (það á líka við um mjólk og kjöt) og of þungur og einhæfur matur.

Gleðilegt kapha-tímabil!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda