Hreyfði gorminn með hugarorkunni

Jón Víðis Jakobsson, dáleiðari og töframaður, segir það verða sífellt algengara að fólk leiti í dáleiðslu til að bæta líðan sína og ná árangri í leik og starfi. Jón er gestur í Dagmálum en þar ræðir hann um allt sem tengist dáleiðslu og margir líta á sem leyndardómsfullt fyrirbæri.

„Öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla. Dáleiðsla lætur þig bara gera allt það sem þú sjálf ert tilbúin að gera. Dáleiðsla er því engin stjórn sem ég hef á öðrum. Annars væri ég löngu búinn að fara til bankastjórans og redda málunum,“ lýsir Jón og segir dáleiðslu langt því frá að vera hættulega iðju.

Hann segir dáleiðslumeðferðir geta verið mjög árangursríkar þegar fólk háir baráttu við vandamál á borð við þunglyndi og kvíða, áfallastreitu, svefnraskanir, flughræðslu, innilokunarkennd, myrkfælni, ofþyngd eða aðra heilsubresti.

Fólk mis móttækilegt

Samkvæmt Jóni er forsendan sú að fólk verði að vera tilbúið í að taka þátt í dáleiðslumeðferðinni til að fá eitthvað út úr henni. Einnig geti verið einstaklingsbundið hversu móttækilegt fólk er fyrir dáleiðslu. Úr því segir hann auðvelt að skera með því að framkvæma næmispróf á dáleiðsluþegum líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

„Lokaðu augunum og ímyndaðu þér bara að gormurinn fari upp og niður,“ segir Jón Víðis á meðan hann athugar hvort þáttastjórnandi Dagmála sé móttækilegur fyrir dáleiðslu.

Niðurstaða næmisprófsins:

„Þú átt greinilega bara mjög auðvelt með það,“ segir hann og augljóslega má sjá þáttastjórnandann hreyfa gorm upp og niður með ímyndunaraflinu og ómeðvituðum líkamshreyfingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál