Heilbrigður lífsstíll lykillinn að góðri húð

Róbert Freyr Samaniego er viðskiptafræðingur að mennt.
Róbert Freyr Samaniego er viðskiptafræðingur að mennt. mbl.is/Hákon Pálsson

Róbert Freyr Samaniego hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum. Hann er stofnandi og eigandi vörumerkisins Done og setti á markað nýjan íslenskan mysupróteindrykk í október síðastliðnum. Síðan þá hefur hann einnig farið á kostum á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann leyfir fólki að smakka drykkinn.

Róbert hefur alla tíð verið áhugasamur um allt sem viðkemur heilsu og heilbrigðu líferni, en að hans sögn er mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina, bæði með góðum vörum og heilbrigðum lífsstíl. Hann segir reglulega hreyfingu, sánu, nægan svefn og vatnsdrykkju vera lykilinn að góðri húð.

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég held að ég hugsi bara nokkuð vel um húðina mína.“

Ertu með húðrútínu á morgnana?

„Já, ég er með mjög góða morgunrútínu. Ég fer í kalda sturtu og nota svo Moisture Surge 100H Auto-Replenishing Hydrator-kremið frá Clinique.“

Róbert notar olíulaust rakakrem frá Clinique bæði kvölds og morgna, …
Róbert notar olíulaust rakakrem frá Clinique bæði kvölds og morgna, en kremið er með geláferð og gefur húðinni góðan raka.

Ertu með húðrútínu á kvöldin?

„Á kvöldin skola ég alltaf húðina og set svo sama rakakremið frá Clinique á mig.“

Hversu mikilvægt er að hugsa vel um húðina að þínu mati?

„Mjög mikilvægt. Það er mjög mikilvægt að hafa heilbrigða húð og maður gerir það ekki bara með húðvörum heldur líka með heilbrigðum lífsstíl eins og með því að drekka mikið vatn, borða heilsusamlegan mat og drekka próteindrykkinn Done.“

Hefur þú þurft að stríða við einhver vandamál tengd húðinni?

„Já, ég er mjög viðkvæmur fyrir vörum sem innihalda olíur.“

Er eitthvað annað sem þú gerir fyrir húðina?

„Já, ég æfi reglulega, fer í sánu og svitna mikið. Það er mjög gott til þess að hreinsa húðina. Ég reyni að sofa í að minnsta kosti átta klukkustundir á nóttu. Svo drekk ég að minnsta kosti tvo lítra af vatni á dag. Þetta er lykillinn að góðri húð.“

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Ég er yfirleitt vaknaður klukkan 8 á morgnana. Ég byrja daginn alltaf á kaldri sturtu og græja mig svo. Einnig er ég nýbúinn að fjárfesta í kaffivél og fæ mér alltaf góðan kaffibolla á morgnana.“

Hvað er fram undan hjá þér?

„Að stækka og byggja upp vörumerkið Done.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda