Húðrútína sem inniheldur góðar vörur og jákvætt hugarfar

Aron Kristinn Jóhannsson segir rétt hugarfar hafa gert ótrúlega hluti …
Aron Kristinn Jóhannsson segir rétt hugarfar hafa gert ótrúlega hluti fyrir húðina á sér.

Listamaðurinn og viðskiptafræðingurinn Aron Kristinn Jónasson þurfti á sínum yngri árum að díla við vandamál tengd húðinni og var settur á sterkt bólulyf þegar hann var á síðasta ári í menntaskóla. Í dag hefur hann fundið rútínu sem gerir húðina ljómandi og heilbrigða, en húðrútína hans inniheldur ekki einungis góðar vörur heldur einnig rétt hugarfar.

Aron Kristinn er meðlimur hljómsveitarinnar ClubDub ásamt Brynjari Barkarsyni, en þeir hafa gefið út smelli á borð við Eina sem ég vil ásamt Aroni Can, Aquaman og Clubbed Up. Þar að auki hefur hann vakið lukku á samfélagsmiðlinum TikTok að undanförnu þar sem hann birtir skemmtileg myndskeið með jákvæðum skilaboðum.

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Það mikilvægasta er að ég hugsa á hverjum degi: „Ég er með fullkomna húð, ég er með fullkomna húð,“ og hún hlýðir. Annars, í hvert skipti sem ég fer í sturtu nota ég Hydrating Cleanser frá CeraVe á andlitið. Eftir sturtu nota ég fyrst Hydro Boost-serumið frá Neutrogena, svo ber ég Daily Moisturizing Lotion frá CeraVe á mig og loks set ég Total Revitalizer Eye Cream for Men frá Shiseido í kringum augum. Ef svo ótrúlega vill til að ég sé með bólu, sem ég fíla ekki, þá nota ég CC Color Correcting Cream frá Lumene.“

Hér má sjá vörurnar sem Aron Kristinn notar.
Hér má sjá vörurnar sem Aron Kristinn notar. Samsett mynd

Ertu með húðrútínu á morgnana?

„Ég er ekki með neina morgunrútínu á veturna en á sumrin nota ég dagkrem frá CeraVe sem er með sólarvörn.“

En á kvöldin?

„Á kvöldin þríf ég hendurnar, þurrka þær aðeins og nota svo restina af vatninu til að skola andlitið smá. Ég nota engar vörur á kvöldin.“

Hversu mikilvægt er að hugsa vel um húðina að þínu mati?

„Það mikilvægasta að mínu mati er að panikka ekki ef þú finnur að það sé að koma til dæmis bóla heldur hugsa: „Ég er með „juicy“ fullkomna húð.“ Þá eru meiri líkur á að húðin hlýði en ef þú hugsar að hún verði „léleg“. Það er ótrúlegt hvað þetta hugarfar hefur gert fyrir húðina mína.“

Hefur þú þurft að stríða við einhver vandamál tengd húðinni?

„Já, ég var á einu sterkasta bólulyfi sem er hægt að fara á, Decutan, síðasta árið í menntaskóla og hef glímt við að vera með „lélega“ húð.“

Er eitthvað annað sem þú gerir fyrir húðina?

„Ég borða ekki viðbættan sykur, sef í sjö til átta tíma hverja nótt, drekk nóg af vatni, tek fullt af vítamínum og bætiefnum og fer í sund og kalda pottinn reglulega.“

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Ég vakna yfirleitt um klukkan 7.30 og hlusta á hljóðbók fyrsta hálftímann. Ég þakka guði fyrir daginn, fæ mér kaffi og les einn kafla í bók. Ég fer ekkert í símann fyrr en ég hef skrifað markmið dagsins og „affirmations“ í dagbók.“

Hvað er fram undan hjá þér?

„Meiri tónlist, fleiri TikTok, nýtt lífsstílsmerki og margt, margt fleira.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda