Guðlaug stefnir á Ólympíuleikana og æfir þrisvar á dag

Guðlaug Edda Hannesdóttir er atvinnukona í þríþraut sem stefnir á …
Guðlaug Edda Hannesdóttir er atvinnukona í þríþraut sem stefnir á Ólympíuleikana í sumar. Samsett mynd

Guðlaug Edda Hannesdóttir er atvinnukona í þríþraut og hefur nóg um að snúast þessa dagana, en hún stefnir á Ólympíuleikana sem haldnir verða í París í sumar. Guðlaug er nýbyrjuð að keppa aftur eftir erfið meiðsli, en í dag æfir hún þrisvar sinnum á dag og mun á næstu vikum og mánuðum keppa á úrtökumótum fyrir Ólympíuleikana. 

Guðlaug er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og hefur verið að bæta við sig aukagráðu í íþróttafræði en hún er í pásu frá náminu vegna úrtökumótanna þessa stundina. Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi tiltekna vegalengd án hlés. Ólympísk þríþraut er aðal grein Guðlaugar og samanstendur af 1.500 metra sundi, 40 kílómetra hjólreiðum og 10 kílómetra hlaupi.

Það er nóg um að vera hjá Guðlaugu þessa dagana …
Það er nóg um að vera hjá Guðlaugu þessa dagana sem er með allan fókus á undirbúningi fyrir úrtökumótin.

Íþróttabakgrunnur Guðlaugar er úr sundi, en hún æfði sund frá 12 ára aldri og þar til hún varð 18 ára. Þá hætti hún og segist ekkert hafa æft að viti næstu þrjú árin. „Ég byrjaði síðan óvænt í þríþraut 22 ára þegar ég fékk símtal frá manni í nýstofnuðu Þríþrautarsambandi Íslands. Hann vissi hver ég var og að ég væri með bakgrunn í sundi og góð að hlaupa líka. Hann bauð mér að koma og prufa, og sjá hvort þetta væri eitthvað sem myndi henta mér. Ég var mjög óviss fyrst vegna þess að ég þekkti íþróttina lítið sem ekkert en lét samt slag standa og sé alls ekki eftir því í dag,“ segir Guðlaug. 

Guðlaug æfði sund í sex ár, eða frá því hún …
Guðlaug æfði sund í sex ár, eða frá því hún var 12 ára til 18 ára aldurs.

Hve margar klukkustundir æfir þú á viku?

„Ég æfi frekar mikið, um 25 klukkutíma á viku. Mánudagar og föstudagar eru „active recovery“ dagar hjá mér en hina dagana æfi ég allar þrjár íþróttirnar auk þess að gera styrktaræfingar. Sumir daga eru meira „intensity focused“ sem þýðir að ég geri erfiðar æfingar, en aðrir meira „volume focused“ sem þýðir að ég æfi lengri æfingar á lægra álagi. Ég er að koma úr meiðslum núna og hef þess vegna sett mikla áherslu á styrk og endurhæfingu undanfarið.“

Guðlaug æfir um 25 klukkustundir á viku.
Guðlaug æfir um 25 klukkustundir á viku.

Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra að æfa en annað?

„Hlaupið hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, mér líður vel þegar ég hleyp og finnst gaman að vera úti. Uppáhaldsgreinin mín að keppa í í þríþraut er Ólympísk þríþraut en það er greinin sem keppt er í á Ólympíuleikunum og er mín aðal grein.“

Hlaupið er í sérstöku uppáhaldi hjá Guðlaugu.
Hlaupið er í sérstöku uppáhaldi hjá Guðlaugu.

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Ég vakna um klukkan 7:30 og byrja strax að gera mig klára fyrir daginn. Flesta daga er ég með fullan dag og æfi þrisvar sinnum á dag og ég þarf þess vegna að vera mjög skipulögð. Ég borða oftast mjög kolvetnaríkan morgunmat til þess að passa ég hafi næga orku inn í daginn. Oft er það ristað brauð með smjöri, hnetusmjöri og banana, og auðvitað kaffi líka. Ég gerði síðan „rehab“ æfingar, hreyfiteygjur og öndunaræfingar áður en ég fer á fyrstu æfingu dagsins.“

Guðlaug þarf að vera mjög skipulögð enda eru dagarnir hjá …
Guðlaug þarf að vera mjög skipulögð enda eru dagarnir hjá henni með þétta dagskrá frá morgni til kvölds.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

„Ég vakna klukkan 7:30 og undirbý daginn, ég er oftast að byrja fyrstu æfingu dagsins á milli klukkan 9 og 9:30 og það er oftast hlaupaæfing sem tekur um klukkustund. Ég gríp mér eitthvað að borða og fer beint eftir hlaupaæfingu á sundæfingu. Sundæfing hjá mér tekur oftast um eina og hálfa klukkustund.

Síðan fer ég heim og fæ mér hádegismat, og reyni að leggja mig eða slaka á. Seinni partinn tekur við hjólaæfing sem er um tvær klukkustundir. Ég eyði hálftíma í teygjum eftir hana og borða síðan kvöldmat með fjölskyldunni minni. Á kvöldin reyni ég að slaka á eða hringja í vinkonu mína til að spjalla og fer svo að sofa upp úr klukkan 22:00.“

Guðlaug byrjar oftast á hlaupaæfingu og fer síðan á sundæfingu. …
Guðlaug byrjar oftast á hlaupaæfingu og fer síðan á sundæfingu. Eftir hádegi tekur hún svo hjólaæfingu og góðar teygjur.

En keppnisdagur?

„Ég hef prufað allskonar þegar kemur að keppnisdögum. Það virðist hjálpa mér mest að vera jarðtengd og róleg á keppnisdag, þar sem ég á það til að vera með mikla orku og get vel prjónað yfir mig af spennu fyrir keppni.

Ég keppti nýverið og var með nokkur markmið sem ég skrifaði niður þegar kemur að keppnisdegi. Ég hélt mér frá samfélagsmiðlum sem var frekar auðvelt fyrir mig í þetta skiptið þar sem síminn minn bilaði og ég fékk ekki nýjan áður en ég flaug út í keppnina. Ég hugsa mjög mikið og var búin að hugsa öll möguleg „scenaríó“ í keppninni mörgum vikum fyrir og það er því mikilvægt fyrir mig að vera ekki að hugsa of mikið um keppnina á keppnisdag, allur undirbúningur er búinn og það hefur oft hjálpað mér að dreifa huganum með því að horfa á eitthvað fyndið og slaka á. Síðan öndunaræfingar, þær bjarga þegar stressið tekur yfir.“

Guðlaug segir öndunaræfingar bjarga sér þegar stressið tekur yfir á …
Guðlaug segir öndunaræfingar bjarga sér þegar stressið tekur yfir á keppnisdegi.

Hver heldur þú að sé lykillinn að því að þú hafir komist á þann stað sem þú ert á í dag?

„Ég elska það sem ég geri, ég elska íþróttina mína og nýt þess virkilega að hreyfa mig. Það hefur aldrei verið erfitt fyrir mig að koma mér út á æfingar eða að setja inn vinnuna. Ég gefst líka aldrei upp og er bara mjög þrjósk í að finna leiðir og trúa á sjálfa mig, þó ég eigi auðvitað tímabil þar sem ég missi trúnna að þá varir það aldrei að eilífu.

Síðan hef ég mjög gott fólk í kringum mig. Ég var meidd í fyrra og það var mjög erfitt þar sem ég var ein í læknismeðferðum erlendis. Vinkonur mínar hringdu í mig á hverjum degi í þrjá mánuði til þess að passa að mér liði ekki eins og ég væri ein. Ég er mjög þakklát fyrir þær.“

Guðlaug er afar þakklát fyrir fólkið sitt sem veitir henni …
Guðlaug er afar þakklát fyrir fólkið sitt sem veitir henni mikinn stuðning.

Hve miklu máli skiptir hugarfar að þínu mati?

„Það skiptir auðvitað miklu máli, en hugarfar er svo fjölbreytt. Ég held ég hafi oft verið að reyna að þvinga sjálfa mig í eitthvað hugarfar sem hentar mér ekki, eins og til dæmis að reyna að vera rosalega „aggressive“ eða ákveðin. En ég hef kannski aðeins komist að því að það er hugarfar sem hentar mínum persónuleika ekki, fyrir mig virðist mér ganga best og mér líða best þegar ég er glöð og hef gaman af því sem ég geri. Aðeins meira „carefree“ og treysta á mitt „gut-instinct“.

Þannig hugarfarið sem hentar mér hefur kannski meiri mýkt heldur en hjá öðrum í afreksíþróttum. Ég held ég hafi lengi verið hrædd við að vera ég sjálf og finnast það sem hentaði mér ekki nógu gott, en ég hef lært núna að það er heilbrigt að nýta það sem hentar manni sjálfum. Það eru margar leiðir að saman markmiði.“

Guðlaug hefur komist að því hvernig hugarfar hentar henni best.
Guðlaug hefur komist að því hvernig hugarfar hentar henni best.

Hvernig dílar þú við stress og mótlæti tengt æfingum og keppnum?

„Ég hef oft átt erfitt með stress og það er eitthvað sem ég hef verið að vinna mjög mikið í eftir að ég meiddist í fyrra. Það sem hefur hjálpað mér er að vinna með taugakerfið mitt. Ég eyði örugglega um klukkutíma á dag bara í taugakerfisvinnu. Ég var mjög fljót að fara í „fight or flight mode“ sérstaklega ef ég var undir miklu æfinga- og keppnisálagi og fannst erfitt að díla við það.

Það hefur hjálpað mér undanfarna mánuði að eyða minni tíma á samfélagsmiðlum og meiri tíma með fólki í „raunverulegu“ lífi, það er auðvelt að festast á miðlum í samanburði og það keyrir mann upp og stressar. Ég átti mjög erfitt í gegnum meiðslin mín í fyrra en mér finnst ég hafa lært svo mikið af þeim að ég er þakklát í dag fyrir það ferli. Það er líka eitthvað til að hugsa um að ef maður er að verða endurtekið meiddur að það tengist einhverju dýpra, fyrir mig persónulega tengist það stressi í mínu lífi sem var að brjótast svona út. Ég hef verið að reyna að sýna sjálfri mér meira mildi og ást, og vonandi gera betur á næstu mánuðum.“

Guðlaug eyðir miklum tíma í að vinna með taugakerfið og …
Guðlaug eyðir miklum tíma í að vinna með taugakerfið og segir það hafa hjálpað mikið.

Hvað er mest krefjandi við íþróttina? En mest gefandi?

„Það sem er mest krefjandi er æfingaálagið, það er mjög erfitt að æfa svona mikið. Það er líka erfitt að fjármagna sig. En fyrir mig er ferlið mitt í gegnum íþróttina mína líka persónulegt þroskaferli og það er mjög gefandi að sjá sjálfan sig læra meira um sig og þroskast í gegnum allt það mótlæti sem maður fær í íþróttum. Mér finnst líka yndislegt að deila íþróttinni með öðru fólki.“

Æfingarálagið getur verið mjög krefjandi að sögn Guðlaugar.
Æfingarálagið getur verið mjög krefjandi að sögn Guðlaugar.

Hvaða venjur leggur þú áherslu á og hvað finnst þér vera ómissandi?

„Fyrir mig núna hefur það hjálpað mér langmest vinna í taugakerfinu mínu. Það er ekki eðlilegt að vera alltaf kvíðinn, stressaður, þunglyndur, hræddur eða upplifa aðrar neikvæðar tilfinningar útaf íþróttinni sinni. Það má alveg segja að ég hafi farið á svolítið „spiritual journey“ síðasta hálfa árið en það hefur hjálpað mér gríðarlega og er ástæðan fyrir því að ég er að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli í fyrra þar sem það var mjög tvísýnt með ferilinn minn.“

Guðlaug leggur mesta áherslu á að vinna með taugakerfið og …
Guðlaug leggur mesta áherslu á að vinna með taugakerfið og segir það hafa spilað stórt hlutverk í endurkomu hennar eftir erfið meiðsl.

Ertu með einhver góð ráð fyrir fólk sem vill ná langt í íþróttinni?

„Númer eitt, tvö og þrjú er að bera sig ekki saman við aðra heldur einbeita sér að sínu eigin ferli. Síðan auðvitað að njóta og einblína á gleði og hamingju meðfram íþróttinni.“

Guðlaug leggur áherslu á gleði og hamingju meðfram íþróttinni.
Guðlaug leggur áherslu á gleði og hamingju meðfram íþróttinni.

Hvað er framundan hjá þér?

„Ég er að byrja aftur að keppa eftir meiðslin, ég keppti 23. mars í Namibíu sem var mín fyrsta keppni í ár i í úrtökunni fyrir Ólympíuleikana í sumar. Ég verð síðan að keppa næstu tvo mánuði fram að valinu inn á Ólympíuleikana.“

Það er margt spennandi framundan hjá Guðlaugu sem stefnir á …
Það er margt spennandi framundan hjá Guðlaugu sem stefnir á Ólympíuleikana í sumar!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda