Innlit í eldhús Bjarna Ben og Þóru

Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Þóra Margrét Baldvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldhúsið á heimili Þóru Margrétar Baldvinsdóttur og Bjarna Benediktssonar er í opnu rými eins og algengt er í seinni tíð. Að hennar sögn er eldhúsið helsti samverustaður allra í fjölskyldunni. „Það er mjög mikið eldað á mínu heimili, og meira að segja hef ég stundað það að vera með hádegismat, eins og gert var í gamla daga, af því ég er með lítið barn heima þessa dagana. Reyndar hef ég mest borðað af honum sjálf og börnin fá afganga þegar þau koma heim úr skólanum,“ bæti Þóra við og hlær. „En matargerð og umsýsla í eldhúsinu hefur alltaf verið ein af ástríðunum í mínu lífi. Að bardúsa þar finnst mér alveg rosalega gaman og í raun fæ ég svo mikið út úr því að það er eiginlega mitt jóga,“ segir Þóra.

Ennfremur bendir hún á að börn þeirra hjóna séu einnig býsna snjöll við eldamennskuna. „Dóttir okkar, sem er orðin 21 árs, er orðin aldeilis frábær í eldhúsinu. hún hefur verið að vinna í Happ síðustu þrjú árin með skóla og á sumrin og er með brennandi áhuga á mat og matargerð og þá ekki síst á því sem lýtur að næringu og heilsu. Hún er reyndar svo hugfangin af þessu að hún fór í háskólanám næringarfræði nú í haust og er hefur það ef til umfram mig í eldhúsinu að hún hugsar út í smáatriðin og nostrar við þau.“

Allir á heimilinu elda

Þóra bætir því við að dóttirin sé einna hrifnust af asískri matargerð á meðan hún sjálf horfi helst til ítalskrar matargerðar. „Ég er svolítill Ítali í mér í eldhúsinu. Ég bjó í eitt ár á Ítalíu og smitaðist mjög af þarlendri eldamennsku. Ég held ég geti sagt að ég elski allan ítalskan mat; hann er mitt uppáhald.“ 14 ára sonur hennar er að sama skapi farinn að bjarga sér við eldavélina, og meira að segja 8 ára daman þeirra líka. „Hún bakar um hverja einustu helgi, einhvers konar möffins eða smákökur og stendur sig ofboðslega vel þó vitaskuld fái hún hjálp hjá okkur í og með. Svo eldhúsið er í mikilli notkun á mínu heimili.“ Meira að segja eiginmaðurinn á þar sína spretti, að sögn Þóru. „Bjarni er reyndar ekki sá liðtækasti í eldhúsinu en hann á samt tvo eða þrjá rétti sem hann gerir mjög vel, hann má alveg eiga það,“ bætir Þóra við og kímir.

Eldhúsið hjá Bjarna Benediktssyni og Þóru Margréti Baldvinsdóttur.
Eldhúsið hjá Bjarna Benediktssyni og Þóru Margréti Baldvinsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda