Við Láland í Reykjavík stendur fantaflott einbýli frá 1978. Í húsinu er leynigarður í miðju hússins. Gluggar eru stórir og fyrirkomulag sjarmerandi eins og gengur og gerist í þessum Fossvogshúsum.
Sami eigandi hefur búið í húsinu alla sína tíð sem flestir telja vera mikinn kost og því ekki búið að eyðileggja upprunalegt skipulag og innanhúshönnun. HÉR er hægt að skoða húsið nánar.