Við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi stendur merkilegt einbýli sem býr yfir mikilli sögu. Húsið stendur á 1000 fm sjávarlóð sem er eignarlóð en húsið sjálft er 420 fm að stærð. Í húsinu er aukaíbúð í kjallaranum en á efri hæðinni er mikil lofthæð.
Sagan á bak við húsið er skemmtileg en það var byggt af Jónasi Sveinssyni lækni sem nefndi húsið Árnes. Síðar seldi hann Sigurði Jónassyni húsið en fyrrnefndur Sigurður var forstjóri Áfengis- og tóbakssölu ríkisins. Sigurður tók sig til og seldi Björgúlfi Ólafssyni lækni húsið í skiptum fyrir Bessastaði. Síðar gaf Sigurður ríkinu Bessastaði sem varð í framhaldinu fersetabústaður.
HÉR er hægt að skoða húsið nánar.