Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen og skattakóngur landsins býr á Túngötu í Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Anna Margrét Jónsdóttir, festu kaup á húsinu 2015. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og er fasteignamat þess rúmlega 109 milljónir.
Smartland Mörtu Maríu fjallaði um húsið þegar það var selt á sínum tíma. Umfjöllun um húsið er hægt að skoða HÉR.
„Húsið, sem er eiginlega eins og höll, var teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið var byggt 1926 og er 303 fm að stærð. Árið 2009 var það endurnýjað mikið, skipt var um gólfefni og eldhús svo dæmi sé tekið. Þegar húsið var endurnýjað var þess vel gætt að það gamla, sem gefur húsinu sjarma, fengi að halda sér. Í forstofunni eru til dæmis svartar og hvítar flísar og litað gler í glugganum sem hefur alla tíð verið þannig,“ sagði í frétt Smartlands Mörtu Maríu um húsið.
Stuttu áður en Árni og Anna Margrét keyptu Túngötuna seldu þau afar sjarmerandi hús við Bergstaðastræti í Reykjavík. Húsið má skoða nánar HÉR.