Ein smartasta kona Íslands, Vala Matt, hannaði þessa íbúð að innan en þarna bjó hún fyrir allmörgum árum. Íbúðin eldist ákaflega vel eins og sést á myndunum.
Íbúðin er tveggja herbergja, 63 fm að stærð og á þriðju hæð í lyftuhúsi við Naustabryggju í Reykjavík. Í íbúðinni eru hvítar innréttingar og í eldhúsinu eru speglar á milli skápa. Töluvert af patent-lausnum er að finna í íbúðinni.