Sumarhús Rutar Káradóttur

Hér sést hvernig dökkblár og ljósari blár mætast.
Hér sést hvernig dökkblár og ljósari blár mætast. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Rut Kára­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Krist­inn Arn­ars­son, byggðu sum­ar­bú­stað í Hafn­ar­skógi und­ir Hafn­ar­fjalli. Bú­staður­inn hef­ur vakið heims­at­hygli en á dög­un­um birt­ist um­fjöll­un um hann í þýska hönn­un­ar­tíma­rit­inu AD.  

Rut var búin að vera lengi að sverma fyr­ir þessu svæði en gerði þau mis­tök að horfa alltaf til sjáv­ar, ekki inn í landið.

„Halla Bára Gests­dótt­ir vin­kona mín sagði við mig að ég ætti ekki að horfa niður að sjó í þess­ari leit minni held­ur inn í landið. Þegar ég loks­ins gerði það fann ég það sem ég var að leita að. Til að byrja með lét ég mig dreyma og var alltaf að vinna í mann­in­um mín­um að reyna að fá hann inn á þetta. Svo ger­ist það bara upp úr þurru, þegar við vor­um á ferðalagi fram hjá Hafn­ar­fjalli og ég í fram­sæt­inu að gúffa í mig sæl­gæti,  „hér væri ég til í að eiga bú­stað“. Mér brá svo að það lá við að sæl­gætið hrykki ofan í mig við þess­ar frétt­ir. Ég kom varla upp orði,“ seg­ir Rut og hlær.

Næstu tvö árin fóru í það að keyra um landið og skoða hent­uga lóð en ein­hvern veg­inn enduðu hjón­in alltaf á þessu svæði.

„Það er mjög hvasst und­ir Hafn­ar­fjalli en við feng­um að draga bú­staðinn nær sjón­um þannig að hann er svona und­ir hálf­gerðu barri. Þannig að það er ekki eins hvasst þar,“ seg­ir hún.

Þegar hjón­in voru búin að koma sér sam­an um að byggja bú­stað á þess­um stað höfðu þau sam­band við Glugga­gerðina sem smíðaði húsið fyr­ir þau eft­ir gam­alli fyr­ir­mynd. Rut sá þó um að hanna skipu­lagið að inn­an.

„Hús­in eru gerð eins og þau voru gerð í gamla daga sem ger­ir þau svo sjarmer­andi,“ seg­ir hún.

Það vek­ur at­hygli að inn­an­dyra er blái lit­ur­inn ríkj­andi. Þegar ég spyr Rut út í þetta seg­ist hún elska fal­lega liti og þar sem bláa lit­inn er ekki að finna á heiml­inu ákvað hún að leyfa hon­um að njóta sín í bú­staðnum.

„Ég er alltaf að boða fagnaðar­er­indið og segja fólki að nota liti. Þegar ég segi þetta held­ur fólk að ég sé að tala um skæra tóna en það er alls ekki svo. Af því húsið er niðri við sjó langaði mig að nota bláa lit­inn. Ég er ekki með neitt blátt heima hjá mér og mér finnst að sum­ar­bú­staðir eigi alltaf að vera öðru­vísi en heim­ilið sjálft. Þess vegna langaði mig að nota þenn­an lit. Þá fannst mér svo fal­legt að blanda sam­an blá­um tón­um við brún og ljós hús­gögn. Ég átti tölu­vert af göml­um hús­gögn­um sem ég vildi nota í húsið og þá fannst mér þess­ir lit­ir svo fal­leg­ir sam­an,“ seg­ir Rut.

Í hús­inu er gam­all Chesterfield-leður­sófi og und­ir glugg­an­um er bekk­ur sem nær yfir all­an vegg­inn sem er sér­smíðaður. Það er því til­valið að tylla sér við glugg­ann og horfa út í nátt­úr­una. Bekk­ur­inn er líka praktísk­ur því í hon­um eru hirsl­ur.

„Mér fannst þetta „matsa“ svo vel sam­an við furugólfið sem maður­inn minn lútaði,“ seg­ir hún.

Er hann svona hand­lag­inn?

„Nei nei, en hann get­ur bjargað sér í neyð,“ seg­ir hún og hlær.

Þegar ég spyr Rut út í inn­rétt­ing­arn­ar seg­ir hún að það sé lítið af inn­rétt­ing­un­um í hús­inu. Það sé í raun bara inn­rétt­ing inni í eld­húsi og inn­rétt­ing inni á baði. Inn­rétt­ing­arn­ar eru sér­smíðaðar hjá Smíðaþjón­ust­unni og eru með gam­aldags hurðum. Inni á baðher­bergi eru lit­rík­ar flís­ar á gólf­inu og ein­litar á veggj­un­um. Rut seg­ir að gólf­flís­arn­ar séu frá­bær­ar.

„Það þarf aldrei að skúra þær,“ seg­ir hún í gríni.

Frá því húsið var byggt og inn­réttað hef­ur Rut fengið góð viðbrögð en þau leigja húsið út til ferðamanna. Ásókn­in hef­ur verið svo mik­il að hún þarf að gæta þess að hún kom­ist ein­hvern tím­ann þangað sjálf.

Blái liturinn fær að njóta sín í húsinu.
Blái lit­ur­inn fær að njóta sín í hús­inu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Stólarnir og borðið koma úr Heimili og hugmyndum.
Stól­arn­ir og borðið koma úr Heim­ili og hug­mynd­um. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Rut elskar svalirnar á efri hæðinni.
Rut elsk­ar sval­irn­ar á efri hæðinni. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Rut er búin að safna diskunum á veggnum en þeir …
Rut er búin að safna disk­un­um á veggn­um en þeir passa ákaf­lega vel sam­an. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Bústaðurinn er nálægt fjörunni.
Bú­staður­inn er ná­lægt fjör­unni. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Verkið á skenknum er eftir Christine Gísladóttur myndlistarmann.
Verkið á skenkn­um er eft­ir Christ­ine Gísla­dótt­ur mynd­list­ar­mann. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda