Svona er eldhúsið hennar Brynju Dan

Brynja Dan Gunnarsdóttir markaðsstjóri S4S hefur staðið í ströngu síðustu mánuði við að gera upp heimili sitt. Hún býr í Garðabænum ásamt fjölskyldu sinni og hér má sjá hvernig hún breytti eldhúsinu. 

Brynja segir að eldhúsið hafi ekki verið í vondu ástandi, það hafi bara ekki höfðað til hennar. 

Svona leit eldhúsið út þegar Brynja keypti íbúðina.
Svona leit eldhúsið út þegar Brynja keypti íbúðina.
Í eldhúsinu var bæði tangi og eyja en Brynja einfaldaði …
Í eldhúsinu var bæði tangi og eyja en Brynja einfaldaði skipulagið.
Eldhúsið var einfalt og fallegt en Brynju langaði í dekkra …
Eldhúsið var einfalt og fallegt en Brynju langaði í dekkra eldhús.

„Eldhúsið var ekki alveg minn stíll, þess vegna langaði mig að breyta því. Ég hef hins vegar gaman af alls konar stílum og finnst margt fallegt. Ég hef vanalega verið mjög skandinavísk og með mikið hvítt heima hjá okkur en ákvað að breyta aðeins til í þetta skiptið,“ segir Brynja í samtali við Smartland.

„Ég fór út í meira dökkt og „rustic“. Það má segja að eldhúsið sé svona smá blanda af sveitastíl og hráum stíl ef maður getur sagt það,“ segir hún. 

Brynja keypti innréttingu í sænska móðurskipinu IKEA. 

„Innréttingin kemur vel út svona grá og svo er steinn frá Granítsmiðjunni ofan á. Hann er hvítur kvarts með gráum sprungum svo það sér lítið á honum og mjög þægilegur í umgengni,“ segir hún og bætir við: 

„En svo er ég með opnar hillur sem er einmitt þetta skandinavíska look og bara gaman að blanda saman alls konar hugmyndum og gera þetta svolítið að sínu eigin.“ 

Brynja setti nýja innréttingu í eldhúsið sem kemur úr IKEA …
Brynja setti nýja innréttingu í eldhúsið sem kemur úr IKEA en á borðunum er steinn frá Granítsmiðjunni. Hún flísalagði vegginn og setti opnar hillur til að létta rýmið.
Hillurnar koma úr IKEA og skapa þær fallega heildarmynd. Í …
Hillurnar koma úr IKEA og skapa þær fallega heildarmynd. Í eldhúsinu hennar Brynju er svartur krani sem passar vel við aðra hluti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda