Baltasar Kormákur keypti rándýran hestabúgarð

Baltasar Kormákur Baltasarsson.
Baltasar Kormákur Baltasarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Leikstjórinn Baltasar Kormákur Baltasarsson festi kaup á hestabúgarði í jaðri Reykjavíkur. Smartland fjallaði um húsið og allt sem því fylgdi fyrra þegar það fór á sölu en það var áður í eigu Þóru Ólafsdóttur listförðunarfræðings. 

Um er að ræða 145 fm einbýlishús, 144 fm hesthús og 43 fm geymslu en lóðin er samkvæmt Þjóðskrá Íslands 4.800 m2. 

Það kemur kannski ekki á óvart að Baltasar Kormákur hafi keypt húsið því faðir hans, Baltasar Samper, á heiðurinn af spörsluðu veggjunum í húsinu. Allar innréttingar er í spænskum stíl sem þykir ansi heillandi. 

Fasteignamat búgarðsins fyrir 2021 er 86.060.000 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda