„Mér leiðast svo þessi andlausu heimili“

Rut Káradóttir er einn virtasti innanhússarkitekt landsins.
Rut Káradóttir er einn virtasti innanhússarkitekt landsins.

Rut Kára er innanhússarkitekt Íslands. Hún lærði á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Sögurnar sem hún segir í Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum um aðalsborið konungsfólk. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og auðvitað litum. Svo gott auga að litapalletta okkar allra hefur hreinlega breyst á þeim áratugum sem hún hefur starfað. Rut er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. 

Í þættinum kemur fram að Rut er skipulagsbrjálæðingur og sérlega orkumikil. Hún er stolt af því að vera dugleg en hún vinnur fjögur kvöld vikunnar auk þess að vinna á daginn og á í raun bara þrjú fríkvöld í viku. Henni finnst leiðinlegt að fólk líti niður á fólk sem er duglegt.

„Mér finnst líka ofsalega gaman að fara inn á heimili sem eru jafnvel ekkert smart eða alls ekki eins og ég hefði viljað hafa þau, en með karakter. Mér leiðast meira heimili sem eru karakterslaus. Og mér finnst bara spennandi að fara inn á heimili þar sem allt er á hvolfi […] Þú sérð greinilega áhugamálin. Mér finnst alger misskilningur að það þurfi allt að vera með innfelldri lýsingu úr Lumex og sérhannaðar innréttingar af mér og litapallettan mín og eitthvað svoleiðis. […] En mér leiðast svo þessi andlausu heimili […] Þú veist, hangandi tréapar úr Epal, kosta alveg ógeðslega mikið. Ef barnið eða hundurinn mætti naga þessa apa, það væri allt í lagi. En ef þeir hanga bara þarna ekki til neins, af því að þeir eru dýrir og eftir einhvern frægan hönnuð – ég er ekki að kaupa svoleiðis. Mér finnst það alveg ótrúlega dapurt,“ segir Rut í hlaðvarpsþætti Snæbjörns. 

Rut lærði á Ítalíu og bjó þar í mörg ár. Hún kann ótalmargar mafíusögur og hefur upplifað að fara í boð þar sem gestgjafinn var ekki með eyru vegna þess að honum var rænt þegar hann var barn og eyrun send foreldrunum vegna fjárkúgunar.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Snæbjörn Ragnarsson og Rut Káradóttir.
Snæbjörn Ragnarsson og Rut Káradóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda