Inga og Bergur kíró selja 269 milljóna einbýli með Bose-hljómtækjum

Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson.
Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson.

Kírópraktorinn Bergur Konráðsson og Inga Lóa Bjarnadóttir hafa sett 310 fm einbýli sitt við Óttuhæð í Garðabæ á sölu. Húsið var hannað af Kjartani Sveinssyni og var reist 1992.

Það hefur verið mikið endurnýjað en hjónin festu kaup á húsinu 1999. 

Úr húsinu er fallegt útsýni yfir Garðabæinn og er garðurinn í kringum húsið sérlega glæsilegur. Fyrir framan húsið mætast hellur og viðarpallar úr Jatobavið. Tré koma upp úr viðurpallinum og er steypt húsnúmer fyrir framan húsið.

Þegar inn er komið tekur heill heimur við af fegurð. Fiskibeinaparket, vandaðar innréttingar og smart húsgögn skapa fallega heildarmynd. Antík og klassísk hönnun mæta listaverkum og lömpum sem skapa ákveðna heild. 

Í hjónaherberginu eru Bose-hljómtæki og fylgja þau með húsinu. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Óttuhæð 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál