Listamaðurinn Greta Salóme er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún býr í Mosfellsbæ ásamt kærasta sínum, Elvari Þór Karlssyni. Hún vill hafa slétta fleti og sankar ekki að sér óþarfa.
Greta Salóme er 20 gesturinn í Heimilislífi en þættirnir hófu göngu sína síðasta sumar og hafa viðtökurnar verið fram úr björtustu vonum.
Íbúðin er á fyrstu hæð og er hún björt og falleg. Stór eyja prýðir eldhúsið og segir Gréta Salóme að þessi staður sé eiginlega mest notaður á heimilinu.