Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn, Hallgrímur Helgason, unir hag sínum vel en hann yfirgaf 101 Reykjavík eftir að stóra ástin bankaði upp á.
Í dag býr hann með Þorgerði Öglu Magnúsdóttur bókaútgefanda í 104 Reykjavík ásamt börnum Hallgríms en fyrir tæplega ári eignuðust þau dótturina Málfríði Jóhönnu. Í dag vinnur Hallgrímur mikið heima enda er yngsta dóttirin ekki komin til dagmömmu. Hann segir að lífið sé dálítið glundroðakennt á köflum en á sama tíma hefur hann aldrei verið jafnhamingjusamur.
Hallgrímur er á ferð og flugi þessa dagana því nýjasta bók hans, 60 kíló af sólskini, kom út á dögunum.