Bakarinn Jói Fel býr ásamt kærustu sinni í fallegu einbýli í Garðabænum. Hann var nýfluttur þegar Smartland bankaði upp á. Hann féll fyrir húsinu vegna eldhússins (sem hann ætlar reyndar að skipta um).
Bílskúrinn leikur stórt hlutverk í lífi Jóa þessa dagana en þar málar hann myndir, bakar pítsur, skálar við vini sína og nýtur lífsins.