Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands lifir heldur óvanalegu lífi miðað við fólk í hennar stöðu. Hún skildi við eiginmann sinn og barnsföður fyrir rúmlega 20 árum og býr ein í biskupsbústaðnum sem er í miðbæ Reykjavíkur. Það voru mikil viðbrigði fyrir hana að flytja í bæinn frá Bolungarvík, en hún er heppin að eiga góða að sem aðstoðuðu við flutninginn svo allt gekk nánast eins og í sögu.
Í biskupsbústaðnum er hver hlutur á sínum stað og breytti Agnes ekki miklu þegar hún flutti inn. Hún hefur nýtt lausa nagla til þess að hengja upp listaverk og muni sem henni eru gefnir þegar hún fer í heimsóknir.
Í viðtalinu rifjar Agnes upp að hún hafi ekki verið hefðbundið barn því hún þurfti að vita allt um alla. Hvað allir hétu, hvað feður viðkomandi hétu og helst hvað afar þeirra hétu líka. Þessi áhugi hennar á öðru fólki hefur hjálpað henni mikið í starfi sínu sem prestur og nú biskup.