Heimilislíf: Pétur B. Lúthersson heimsóttur

Pétur B. Lútersson arkitekt og húsgagnahönnuður býr ásamt eiginkonu sinni í miðbæ Reykjavíkur. Þau fluttu á Mýrargötu eftir að hafa búið í meira en 40 ár í Vesturbænum. Pétur hefur hannað marga stóla sem landsmenn þekkja en fyrsti hluturinn sem hann hannaði og sló rækilega í gegn var ljósið Hekla sem hann hannaði í samráði við félaga sinn Jón Ólafsson. 

Heimili Péturs og Brigit eiginkonu hans ber þess merki að það búa tveir fagurkerar. Listaverkin á veggjunum eru eftir hana og hún er líka með græna fingur og ræktar blóm af miklum móð. 

Í dag hangir eitt eintak fyrir ofan borðstofuborðið heima hjá Pétri en stólarnir við borðið eru líka hans hönnun. Ljósin eru ekki lengur framleidd en Pétur segir að stundum sé eitt og eitt ljós til sölu á uppboðssíðum á netinu. 

Þótt Pétur sé orðinn 83 ára er hann ennþá að en fyrir stuttu færði hann vinnuaðstöðu sína heim til sín. 

Á dögunum festi Háskólinn í Reykjavík kaup á stólum eftir Pétur sem eru afar vinsælir meðal nemenda í skólanum. Stólarnir eru þægilegir en það eru líka fjögur hjól á þeim og því auðvelt að renna sér á þeim. 

HÉR er hægt að lesa viðtal sem tekið var við Pétur í tilefni af 40 ára hönnunarafmæli hans árið 2002. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda