Það var eiginlega allt ónýtt í húsinu

Bergþóra Guðnadóttir, fatahönnuður og eigandi Farmers Market, á 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hún rekur fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, Jóel Pálssyni tónlistarmanni. 

Fyrir tíu árum festu þau kaup á fallegu húsi í Vesturbænum sem þurfti mikla ást og umhyggju. Bergþóra segir að það hafi nánast allt verið ónýtt í húsinu og henni hafi ekkert litist á það til að byrja með. 

Eiginmaðurinn sannfærði hana um að þau þyrfti að eignast húsið. Hún segir að hann dragi hana oft út í einhverja vitleysu, sé aðeins óvarkárari og djarfari en hún sjálf. Saman mynda þau fallega og spennandi heild. 

Eins og sést á heimilinu þá hefur samvinna þeirra heppnast vel enda heimilið heimilislegt og notalegt og sérlega fallegt. Nánast allt er málað í hvítum lit og segir Bergþóra að henni finnist hlutirnir njóta sín best í hvítu og björtu umhverfi. 

Þegar hún er ekki að vinna elskar að hún að skapa á öðrum sviðum eins og til dæmis í eldhúsinu. Hún segir að matreiðsla sé í raun hönnun þar sem mismunandi bragðtegundir  koma saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda